Þriðjudagur 24.06.2014 - 13:35 - FB ummæli ()

,,Erlendur“

Eins og kjósendur Samfylkingarinnar vita best þá kemur fegurðin að utan, skoðun sem virðist vera að skjóta rótum hjá núverandi stjórnvöldum ef marka má nýjustu fréttir af afléttingu hafta.  Eins og áður fylgja slíkum fréttum nýjar vendingar í herðingu haftanna, nú síðast um að erlendur gjaldeyrissparnaður sé lögbrot.

Nú vita allir að til að taka höftin af þarf í fyrsta lagi áætlun, sem búið er að gera af s.k. sér-fræðingum, þ.e. einstaklingum sem hafa djúpa þekkingu á mismunandi sviðum.  Í annan stað þarf ákvarðanatöku sem er allt annað en sérfræði, nánar tiltekið samþætting sérfræðiálita.

Erlendur sérfræðingur sem fengin er til ráðgjafar, óskar eftir gögnum frá kollega sínum, Innlendur sérfræðingur sem síðan er raðað saman í skýrslu með áliti á borð við að best sé að aflétta höftum sem fyrst.  Þegar svo spurt er hvernig, er auðvitað fátt um svör því Erlendur sérfræðingur hefur í fyrsta lagi ekki þekkingu á Íslandi,  í öðru lagi reynslu af höftum og í þriðja lagi enga reynslu í afléttingu hafta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur