Sunnudagur 19.10.2014 - 12:01 - FB ummæli ()

Adolf ,,nei takk“

Adolf Ingi skrifar undarlegan pistil gegn viðskiptafrelsi með áfengi.  Nánar tiltekið er íþróttafréttamanninum í nöp við að sterkt áfengi sé selt á stöðum þar sem einn vill selja og annar kaupa. Nú er það svo að þeir sem aðhyllast viðskipta og atvinnufrelsi myndu ekki amast út í það þó að Adolf segi ,,nei takk“ við áfengi, hvort heldur er í vefverslunum eða hefðbundnum verslunum. Adolf ætti að vera frjálst að versla löglegar neysluvörur hvar og hvenær sem honum hentar. Engan sérstakan rökstuðning er að finna í greininni annað en tugguna um að haldið yrði áfram á þeirri braut sem einokunarverslun ríkisins ÁTVR hefur markað með því að auka aðgengi:

Aðgengi

Aukið aðgengi er semsagt slæmt nema það komi frá ríkisstarfsmönnum en ekki fylgir sögunni af hverju sterkt áfengi sé verra en annað eða hvort undantekningu megi gera ef um er að ræða einn einfaldan í diet coke sem ætla má að sé 6%-8% í vínanda eða svo.

Ef marka má ljósmyndir af fólki sem gerir meira af því að horfa á íþróttir en að stunda þær, mætti ætla að skýra mætti frjálslegt vaxtarlag af of mikilli transfituneyslu sem þá aftur hlýtur að byggjast á of auðveldu aðgengi enda margar freistingarnar í kjötborðum og mjólkurkælum verslana. Embætti landlæknis sem er öflugur málsvari ríkisforsjárhyggju, neyslustýringar og áfengisbanns, hefur einmitt lagt til að transfitusýrur verði líka bannaðar. Spurningin er hvort Adolf væri til viðræðu um að fara milliveg þannig að transfitusýrur yrðu einungis afgreiddar í ÁTVR í nafni torveldingar á aðgengi?

Annað skaðræðis efni sem einnig er í dreifingu er tóbak, fíkniefni sem kemur rétt á eftir sterkari efnum sem engin vill sjá. Svo undarlega vill til að einkaaðlum er falin dreifing á tóbaki sem Adolf og félagar þurfa eiginlega að útskýra hvernig geti gengið upp. Spurningin er því hvort sömuleiðis væri ekki rétt að torvelda aðgengi að tóbaki með því að binda dreifinguna við ÁTVR eða hreinlega með lyfseðlum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur