Sunnudagur 19.10.2014 - 10:35 - FB ummæli ()

Árni Páll – hinn nútímalegi

Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að Samfylkingin er klofin í herðar niður.  Annarsvegar er villtasta vinstrið sem studdi Jóhönnu með eignaupptöku(auðlegðarskatt) þjóðnýtingu og reglugerðafargan og svo hinsvegar hinir sem kenna vilja sig við viðskiptafrelsi og eitthvað sem kallað er ,,alþjóðahyggja“ án þess að hugtakið hafi einhverntíman verið útskýrt.

Núverandi formaður flokksins Árni Páll hangir á bláþræði og mun að öllum líkindum þurfa að segja af sér embætti ef flokkurinn kemst ekki í ríkisstjórn í næstu kosningum.  Það er því eðlilegt að Árni Páll sé í kosningaham.  En hver eru hin nútímalegu málefni og áherslur sem Árni Páll raunverulega stendur fyrir og til hvaða pólitísku afla hyggst hann biðla um samstarf í framtíðinni?

Í viðtali við Fréttalbaðið sagði Árni Páll:

,,Það hefur lengi verið mér nokkur ráðgáta að frjálshyggjufólk á Íslandi skuli margt hvert leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu“ ….. ,,Hér hefur verið landlæg fákeppni og einokun og pólitískt vald og viðskiptavald verið samtvinnað“….,,Í fljótu bragði man ég bara eina breytingu í frjálsræðisátt sem varð fyrir algerlega innlenda baráttu og það var þegar bjórbannið var afnumið fyrir réttum aldarfjórðungi“

Bjórbannið var afnumið þrátt fyrir mótrök félaga Árna Páls sem á þeim tíma liðsmaður í Alþýðubandalaginu. Rökin voru dæmigerður hræðsluáróður og þá sér í lagi varðandi unglingadrykkju auk þess sem núverandi forystumenn Samfylkingarinnar bentu á að ,,bjórvömbin væri ekki einkamál eiginmannsins“

Nú stendur fyrir dyrum atkvæðagreiðsla með frumvarpi Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Bregður þá svo við að heyrst hefur að Árni Páll hafi lýst því yfir að hann ætli að standa vörð um núverandi einokunarverslun og gegn því einstaklingsfrelsi sem hann þó boðar.

Við þetta má bæta að Árni Páll var einnig meðflutningsmaður með frumvarpi Sigurðar Kára sama erindis.

Nútímalegt eða gamaldags…?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur