Sunnudagur 19.10.2014 - 22:23 - FB ummæli ()

Orwellska Ögmundar

Í bók George Orwell 1984 er samfélagi lýst þar sem ríkisvaldið hefur náð að umpóla öllum veruleika. Stríð er friður, fáfræði er viska og sannleiksráðuneytið framleiðir sannleikann.

Ögmundur Jónasson hefur ítrekað fullyrt að kaupmenn muni hækka álagningu á áfengi með þeim afleiðingum að verð til neytenda muni hækka. Ögmundur ber fyrir sig ónafngreinda menn innan kaupmannastéttarinnar sem hafi fullyrt slíkt en neitar að gefa upp heimildarmenn.

Skoðanabróðir Ögmundar í þessu máli, Frosti Sigurjónsson hefur tekið í sama streng. Þessir mætu menn bera það á borð fyrir kjósendur að einokun sé samkeppni enda líklega báðir vel lesnir í George Orwell 1984.

 

Dæmi hver fyrir sig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur