Þriðjudagur 04.11.2014 - 15:27 - FB ummæli ()

Af brauði og víni

Alltaf áhugavert þegar raungreinafólk tjáir sig um þjóðfélagsmál enda auðveldara um vik að gera kröfu til slíkra um orsakasamhengi og rökstuðning, svona nokkurs konar vísindalega nálgun. María Helgadóttir jarðfræðingur skrifar grein á Vísi þar sem hún krefur Guðmund Edgarsson eða nafna hans ,,Guðmund nokkurn Edgarsson“ um rökstuðning fyrir því að brauð og vín geti verið ámóta skaðlegt heilsu og fjölskyldulífi fólks. Guðmundur hafði skrifað grein um hve óskynsamlegt það sé að reka einokunarverslanir með einstaka neysluvörur á borð við áfengi og tók til samanburð við sérverslanir með brauð. Þó svo að vísindamaðurinn María sé jafnframt þýðandi tókst henni semsagt ekki bara að rangnefna greinarhöfund heldur líka að rangþýða grein Guðmundar.

Á móti mætti biðja Maríu Helgu um að benda á orsakasamhengi á milli þess að ríkisstarfsmenn taki við greiðslu fyrir áfengi og svo þess að skaðsemi af völdum ofneyslu minnki eða hverfi.

Nú er það reyndar svo að einkaaðilar (lesist starfsfólk sem ekki eru félagar í BSRB) afgreiða áfengi á veitingahúsum og börum, flugstöðum og reyndar veita prestar reyndar áfengi án vínveitingaleyfis og eftirlits. Hefur sú staðreynd að hið opinbera reki ekki alla veitingastaði, kirkjur og bari eitthvað með skaðsemi af ofneyslu að gera?

Viðskiptafrelsi er ekki baráttumál gráðugra kapítalista fyrir auknum gróða heldur forsenda fyrir hagsæld og þjóðarhag. Grundvallaratriði er að frelsi fylgi ábyrgð. Ábyrgð vegna áfengissölu snýst um að fara að lögum um áfengiskaupaaldur. Engin siðferðisrök geta réttlætt beitingu laga og réttar gegn því ef tveir aðilar vilja eiga viðskipti sín á milli um löglega neysluvöru.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur