Ríkið hækkar virðisaukaskatt á bækur sem líklega mun flýta fyrir hnignun hefðbundinnar bókaútgáfu. Lesbretti á borð við Amazon Kindle eru ótal kostum gædd sem hljóta fyrr eða síðar að útrýma leifum af dauðum trjám til miðlunar á texta.
Stjórnmálamenn sem halda að þeir geti skattlagt niðurhal gagna af netinu með virðisaukaskatti, skilja einfaldlega ekki netið.
Rafbækur eru ekki bara hagkvæmari kostur heldur býður upp á ótal notkunarmöguleika, sér í lagi þegar kemur að námsbókum sem pappírsbækur geta aldrei jafnað. Fyrir rithöfunda er mun auðveldara að gefa út bækur, t.d. í gegnum Amazon ,,direct publishing“ á innan við einum sólarhring.