Nú er að vissu leiti vel skiljanlegt að Norræna Velferðarstjórnin hafi reynt að neyslustýra þjóðinni með tollabreytingum til kaupa á diesel bílum. Sú lýðheilsustefna var á svipuðum nótum og sú efnahagslega tortímingarstefna sem fólst í Icesave og skattahækkunum sem félagshyggjumenn boðuðu undir formerkjum hins ,,Nýja Íslands“ eftir hrun. Það er hinsvegar óskiljanlegt að núverandi ,,Ný-Frjálshyggjustjórn“ skuli ekki vinda ofan af vitleysunni og þá að sjálfsögðu með því að lækka aðflutningsgjöld á bensínbílum og bensíni.
Díselbílar……..losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar.