Að grunni til eru bara tvær gerðir stjórnmálamanna, þeir stjórnlyndu og svo þeir sem telja einstaklingum best til að sjá fótum sínum forráð. Sjálfstæðisflokkurinn er að nafni til flokkur sem aðyllist einstaklingsfrelsi en innan hans eru svartir sauðir sem í raun eru vinstri menn í ….gæru. Líklega er stjórnlyndisfyrringin orðin alger þegar stofnanirnar eru látnar heita ,,stjórnstöð“ hvort heldur er ferðamála eða annað.
Til Íslands koma 1,3m. ferðamanna á ári. París er að flatarmáli minni en stórreykjavíkursvæðið. Þangað koma 1,7m. ferðamanna á mánuði og það án stjórnstöðvar.