Miðvikudagur 28.10.2015 - 16:03 - FB ummæli ()

Báknið blæs út

Í Morgunblaðinu var nýlega frétt um að Ragnheiður Ríkarðsdóttir væri farin að huga að endurkjöri og vilji því færa íbúum i sínu heimakjördæmi ,,Laxnessetur“ á kostnað annara skattgreiðenda. Slíkar stofnanagjafir falla nefnilega ekki undir máltækið ,,æ sér gjöf til gjalda“ af því að það eru jú einfaldlega aðrir sem gjalda en njóta. Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ekki um að ræða samkeppni við það Laxnessetur sem fyrir er, heldur er einvörðungu um að ræða nýja krúttlega ríkisstofnun sem áður var á forræði sveitarfélagsins. Auðvitað þarf að byggja nýtt og sómasamlegt hús utan um setrið sem aftur er utan um húsið sem fyrir er. Einungis sjö starfsmenn eru nú á launaskrá sem vinna hörðum höndum við að halda setrinu opnu í 18 klukkustundir til að taka á móti 125 gestum í hverri viku að meðaltali.

pappir_mbl_is_getFile_php_type_pdf_file_1_16_pdf

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur