Föstudagur 30.10.2015 - 16:35 - FB ummæli ()

Hagsmunagæsla fortíðar

Egill Helgason hefur réttilega gagnrýnt RÚV eins og hér kemur fram. Gagnrýni Egils byggist á fagþekkingu að eigin mati en gagnrýni annara á vanþekkingu. Látum ver að að ræða um hógværð í málflutningi og sjálfsáliti nú eða svona klássísk álitaefni um hagsmunaárekstra þess að launþegi verji vinnuveitanda sinn.

Engu er líkara en að Egill hafi misst af kynningu skýrslunnar með því að fara í Þjóðmenningarhúsið í stað þess að mæta í Þjóðminjasafnið sem auðvitað er betur viðeigandi. Egill gerir skýrsluhöfundum upp illvilja gegn vinnuveitanda sínum og rökstyður það álti með því að nefndin hafi leigt fjölmiðlafulltrúa við kynninguna.

Tilgangur Menntamálaráðherra, sem berst fyrir að 1.500 milljónum af almannafé til stofnunarinnar er skýr, að ,,hvetja til óvinafögnuðar“ Erfitt er að skilja pólitíska leikjafræði í að efna til óvinafögnuðar gegn eigin stefnu!

Á meðal skýrsluhöfunda er Svanbjörn Thoroddsen frá KPMG sem m.a. kynnti talnefni skýrslunnar. Í skýrslunni kemur fram að stofnunin ranglega tilkynnti Kauphöllinni að kostnaður vegna dreifikerfis yrði ,,óverulegur“ þrátt fyrir að bókað væri á stjórnarfundi nr.91 að útgjöldin myndu aukast um 70m. Síðar er bókað á stjórnarfundi 101 að kostnaður myndi aukast um 100m. Rauntalan reyndist svo 300m. Ofangreindar staðreyndir eru ,,prívatskoðanir nefndarformannsins“ að mati Egils. Aðrir átta sig hinsvegar á að stjórn RÚV hafi einfaldlega ekki skilið samninginn sem hún þó staðfesti.

,,Skýrslan er hroðvirknisleg“ að mati Egils sem þó getur ekki tjaldað til neinu dæmi um hroðvirkni eða rangfærslu.

Einfaldur samanburður skýrslunnar við sambærilegar stofnanir, án þess að höfundar álykti nokkuð í því sambandi er að mati egils ,,svo bjagaður að hann stenst enga skoðun“ Líklega er Egill þar einfaldlega að viðurkenna að hann hafi ekki skoðað skýrsluna.

Tæknirisinn Apple kynnir um þessar mundir endurbætt AppleTV dreifikerfi sem það telur að tengist eitthvað framtíð sjónvarpsdreifingar. Á sama tíma má segja að skýrslan kynni fyrir íslendingum 4.000 milljóna loftnetsgreiðukerfi fortíðar.

Screenshot_103015_032007_PM

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur