Miðvikudagur 09.12.2015 - 08:34 - FB ummæli ()

RÚV reiknar

Í svartri skýrslu um óráðsíu og misráðnar ákvarðanir í rekstri og fjárfestingum RÚV kemur fram að stjórn stofnunarinnar sem núverandi útvarpsstjóri sat í, átti erfitt með að reikna út hvernig 4.000 milljónum væri deilt niður á 15 ár vegna loftnetsdreifikerfis sem löngu var úrelt áður en það var sett upp.

  • Þann 19. Desember 2012 var kostnaður metinn ,,óverulegur“
  • Í tilkynningu 18. Janúar var sá kostnaður nánar metinn á 70 milljónir.
  • Tveimur mánuðum síðar 27. Mars hafði hinsvegar orðið viðsnúningur í útreikningum stjórnarinnar því þá var samningurinn talinn verða ,,jákvæður á rekstur á tímabilinu“
  • Enn var reiknað og 20. Júlí 2013 var kostnaðurinn talinn vera 100 milljónir á ári.
  • Reyndin varð svo 300milljónir.

Í Morgunblaðinu í dag segir núverandi útvarpsstjóri og fyrrum stjórnarmaður að minni peningar í hítina í Efstaleiti muni þýða ,,stórfelldan niðurskurð á dagskrá og þjónustu“. Með niðurskurði á dagskrá má fastlega gera ráð fyrir að ríkisstofnunin dragi saman samkeppnisrekstur sinn við einkaaðila á sviði afþreyingarefnis og yrði varla skaði að því. Með niðurskurði á ,,þjónustu“ er ekki gott að segjan en kannski verða loftnetsgreiðusendar sparaðir til seinni tíma…..

pappir_mbl_is_getFile_php_type_pdf_file_1_12_pdf

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur