Mánudagur 14.12.2015 - 15:24 - FB ummæli ()

Stjórnarandstöðuniðurskurður?

Eins og nafnið gefur sterklega til kynna þarf stjórnar-andstaða að sýna einmitt andstöðu, helst við allt sem stjórnvöld hafa fram að færa þar með talið fjárlög. Vandamálið við þau góðærisfjárlög sem nú er verið að leggja fram er að þar fer enn ein sönnun þess að þjóðinn vegnar vel ef vinstri mönnum vegnar illa.

Málþóf gegn fjárlögum er því eina útspilið sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa án þess að skilja kanski hvaða afleiðingar slíkt kunni að hafa.

Eðli málsins samkvæmt verður ekki hægt að greiða út laun til ríkisstarfsmanna eftir áramót að öllu óbreyttu enda byggjast launagreiðslur til ríkisstarfmanna á heimild í fjárlögum sem eins og nafnið gefur til kynna eru einmitt lög.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur