Landlæknisembættið skilgreinir hugtakið ,,aukið aðgengi“ að áfengi sem fjölgun útsölustaða og fjölgun vínveitingahúsa. Hvorutveggja er í hundruðum prósenta hér á landi á undanförnum árum auk þess sem stórnotendur fá heimsent á kostnað skattgreiðenda ef verslað er fyrir kr.50.000 eða meira. Í nýjasta tlanabrunni embættisins kemur fram að seldum áfengislítrum hafi fækkað. Embættið gætir auðvitað hlutleysis […]
Svokallaðir lýðheilsusérfræðingar og samfélagsverkfræðingar telja sig hafa stærðfræðijöfnur í höndunum en góða fólkið innan þeirra greina geta á hverjum tíma núið alla agnúa af mannlegu samfélagi með því að taka yfir stjórnun á lífi fólks á sem flestum sviðum. Samfélagsverkfræðin skiptist í þrjú stig: Reglugerðir og eftirlit Skattlagning (svona ef 1 dugar ekki) Refsing (svona ef […]
Frelsi hefur löngum verið vinstri mönnum hugleikið og þá auðvitað af því að það rímar svo vel við helsi sem þeim er reyndar hugleiknara. Nauðsyn helsis er að grunni til alltaf það sama, til að verja frelsið, nánar tiltekið frelsi stjórnmálamanna til að ráðskast sífellt meira með daglegt líf fólks. Sagt hefur verið um tískuna […]
Í umræðum á Alþingi um viðskiptafrelsi með áfengi koma fram mismundi rök og og flest tengd svokölluðum lýðheilsusjónarmiðum sem flokka má undir klassíska ríkisforsjárhyggju. Öllu óhugnanlegri rök koma frá sjálfum formanni efnahags- og viðskiptanefndar sem sér bara neikvæðar afleiðingar af verslunarfrelsi: Vöruval minnkar Verð hækkar Neysla eykst Vissulega undarlegt út frá viðteknum kenningum hagfræðinnar. Undarlegasta […]
Ríkisvaldið er að mörgu leiti rekið með sömu formerkjum og mafía. Ríkið rekur einokunarverslanir sem og Samkeppniseftirlit til að hindra slíkan rekstur einkaaðila. Ríkið skattpínir verslun einkaaðila en rekur svo óskattlagða en rangnefnda ,,fríhöfn“ Ríkið fangelsar þá sem veita því samkeppni í sölu vímugjafa. Þegar veitingamenn reyndu fyrir sér á lýðheilsusviðinu, þ.e. með því að minnka vímuefnaskamta, voru […]
Þessari mikilvægu spurningu var varpað fram í dagblaðinu Vísi 1976 vegna frumvarps landbúnaðarráðherra um að heimila frelsi í sölu á mjólk og mjólkurafurðum. Í greinargerð með frumvarpinu var síðan útskýrt að margt hefði breyst frá því sem áður var þegar einokunarverslun var innleidd. Þó að ótrúlegt megi virðast þegar um landbúnaðarafurðir er að ræða voru […]
Flestir þekkja til dæma þegar rökþrota einstaklingar grípa til þess óþverraráðs að vega að heiðarleika mótaðilans þegar allt annað þrýtur, Þeim mun meiri fátækt málefnalega þeim mun neðar er seilst. Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun vantaði Kára Stefánssyni reyndar ekki rök í baráttu sinni gegn viðskiptafrelsi í landinu, hann var með nóg af […]
Stjórnendur og ábyrgðarmenn dagskrár Ríkisútvarpsins hafa sent stjórn RÚV yfirlýsingu þar sem þeir fullyrða að „ákvörðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ógni ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins.“ Ákvörðunin sem um ræðir er ekki lækkun útvarpsgjalds heldur sérstakt framlag upp á kr. 175 milljónir til innlendrar dagskrárgerðar. Í lögum nr.nr. 23 20. mars 2013 um Ríkisútvarpið ohf. stendur m.a. að: Stjórnin […]
Í raun er hægt að rekja allan ófarnað í samfélagi manna niður á tvær rætur, ríkisvald og trúarbrögð, sér í lagi þar sem slíkt fer saman. Marx sagði að trúin væri ópíum fólksins og rataðist kjöftugum satt orð á munn í eina skiptið þar. Ástæður þess að vestrið tók fram úr austrinu er vegna þess að […]
Formaður bændasamtakanna sýnir sitt rétta andlit ,,grímulaust“ í svargrein í Fréttablaðinu vegna ummæla Finns Árnasonar forstjóra Haga um að nýr búvörusamningur muni kosta skattgreiðendur ámóta upphæð og einn Icesave samningur. Í grein sinni segir Sindri að ,,megininntak sé að treysta rekstrargrundvöll landbúnaðarins“ og á þar við hinn miðstýrða áætlanabúskap sem hér er stundaður að sovíeskri […]