Föstudagur 01.01.2016 - 14:52 - FB ummæli ()

Bætt hagstjórn

Í áramótaávarpi benti Bjarni Benediktsson á að kjarasamningar hefðu farið langt fram úr framleiðniaukningu hagkerfisins sem fjármálaráðherra réttilega ályktaði sem ósjálfbært fyrirkomulag.

Til að takast á við slíkt gæti Bjarni verið klókur og í stað þess að gagnrýna verkalýðsfélög og atvinnurekendur, einfaldlega gripið til einu rökréttu mótvægisaðgerðanna sem er niðurskurður ríkisútgjalda. Sama á auðvitað við ef verðbólga fer að aukast, í stað þess að stóla á jólasveininn Vaxtasleiki í Seðlabankanum ætti að stemma stigu við sóun í ríkisrekstri þegar þensla eykst.

Óumdeilt ætti að vera að byrja á lokun stofnana sem enga þjónustu veita, af nógu er að taka.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur