Þriðjudagur 12.07.2016 - 09:17 - FB ummæli ()

Af frelsismálum

Merkilegt upphlaup virðist hafa orðið í Samfélaginu vegna þeirrar augljósu staðreyndar að einokunarfyrirtæki velti sínum rekstrar og sektarkostnaði yfir á neytendur. Nánar tiltekið er hér um að ræða pökkunaraðila á fljótandi kálfapróteini sem frá náttúrunar henda er ætlað til þess að tífalda þyngd kálfa frá fæðingu á sínu fyrsta ári.  Af einhverjum ástæðum hafa menn fundið út að slíkt ekki bara henti mannfólki heldur sé lífsnauðsynlegt.

Nú er það svo að helsi hyglar fáum á kostnað margra en frelsið hyglar flestum á kostnað fárra. Svo augljós er sú staðreynd að Alþingismenn verja hundruðum milljóna í Samkeppniseftirlit gegn starfsemi ámóta þeirri sem þeir sjálfir reka, einkum í dreifingu og smásölu á drykkjarvörum eins og mjólk og áfengi.

Samfylkingin sendi frá sér tímamótaályktun þess efnis að eftir vandlega athugun hefði það komið í ljós að einokun er alltaf á kostnað neytenda. En rétt eins og með ást flokksins á þjóðaratkvæðagreiðslum takmarkast frelsisástin við mjólk en ekki endilega aðrar neysluvörur á borð við áfengi.

Vert er að minna á minnihlutaálit Efnahags og Viðskiptanefndar undir forsæti Frosta Sigurjónssonar þar sem fram kemur að einungis ríkiseinokun tryggi gott úrval og hagstætt vöruverð.

Um frelsisást VG þarf auðvitað enginn að efast sbr grein Ingimars Karls Helgasonar, blaðamanns og félaga í VG:

Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur

Flestum svelgist hinsvegar á þegar liðsmenn VG tala fyrir frelsi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur