Þriðjudagur 12.07.2016 - 14:26 - FB ummæli ()

Ímyndarheimur vinstri manna

Sú bábilja gengur víða á samfélagsmiðlum að hugtökin vinstri og hægri séu úrelt. Sú kenning er reyndar að hálfu leiti sönn því ekkert nýtt er í að vinstri sinnaðir flokkar úreldast með reglubundnu millibili, klofna, ,,sam-fylkjast“ og klofna svo aftur og deyja. Hin klassísku hægri gildi um réttlát samfélög þar sem fólk nýtur ávaxta eigin erfiðis og hefur allt það frelsi til að bera sem ekki gengur á frelsi annara, hafa í seinni tíma hagsögu getið af sér betri samfélög heldur en þar sem ríkisvald er blásið út með eignaupptöku og frelsisskerðingu.

Næst stærsta verkefni á sviði félagsvísinda er að reyna að komast að rótum þeirra hvata hérlendra vinstri manna að níða niður ímynd Íslands erlendis og berjast gegn hagsmunum þjóðarinnar gagnvart útlendingum. Nýlega skrifaði t.d. Hjörtur Smárason ,,ímyndarfræðingur“ grein í fréttablaðið þar sem hann lýsti landinu sem bananalýðveldi og að í augum erlendra blaðamanna væri landið eitt það spilltasta í heimi. Veruleikinn utan ímyndarfræði Hjartar er hinsvegar sá að Ísland er talið vera það 13. heiðarlegasta í heimi og OECD telur landsmenn þá næst-hamingjusömustu í heimi.ISL_FIFA_Final_02

Þegar vel árar, benda vinstri menn réttilega á að auðnum sé misskipt eftir afrakstri hvers og eins (eins og vera ber). Hinsvegar er tekjudreifing jöfnust hér á landi og líklega of jöfn. Vandi vinstri manna á Íslandi er ekki samstöðuvandi og lausnin er ekki kennitöluflakk. Skiljanleg hugmyndafræði væri hinsvegar góð byrjun.

Nefna má sem dæmi um að meina ekki það sem menn segja er þegar vinstri menn kalla eftir hærri launum fyrir meiri menntun en hafna lægri launum fyrir minni menntun. Annað er loforð um auðlindir í þjóðareigu en að því slepptu skuli auðlindar afhentar erlendum ríkjabandalögum. Miðstýrður áætlunarbúskapur í landbúnaði er slæmur en góður ef hann kemur frá ESB. Einokunarverslun með mjólk er slæm en góð með áfengi. Vinstri menn hampa félagshyggju erlendis en þegja svo þunnu hljóði þegar lönd eins og Venezuela eða Kúba hrynja í framhaldinu. Þannig er ekki um að ræða ímyndarvanda heldur innihaldsvanda ef skýra á tilvistarkreppu vinstri manna annara en Pírata.

Píratar eru reyndar tímabundin undantekning á reglunni um að vinstri mönnum vegni illa þegar þjóðinni vegnar vel eins og nú þegar kaupmáttur hækkar, atvinnuleysi er ekki mælanlegt og hagvöxtur í hæstu hæðum. Píratar eru algerlega óskrifað og lítt skiljanlegt fyrirbæri, einhverskonar sambland af stjórnleysisstefnu og stjórnlyndisstefnu, frjálslyndi og eignaupptöku. Flokkurinn er þó fullur af samfélagsverkfræðingum.

Það eina sem við vitum um væntanlega frambjóðendur Pírata er að flestir eru mjög reiðir þó ekki sé vitað að hverju sú reiði beinist. Birgitta segir að íslendingar séu ömurlegir og kunni ekki með áfengi að fara en Helgi Hrafn er á annari skoðun. Píratar hafa ekki gert upp við sig hvort viðskiptafrelsi eigi að ríkja í leigubílaakstri eða verslun með áfengi en eru andsnúnir höfundarrétti annara en þeirra sjálfra.

Nýlega átti bréfritari áhugaverðann fund með sjóðsstjóra hjá stóru eignastýringarfyrirtæki sem er með um €45Milljarða í stýringu. Skoðun sjóðsins er að betri horfur í efnahagslegu tilliti væri hvergi að finna í heiminum sem væri sérstakt við þær aðstæður sem nú ríktu.

Helsta áhyggjuefnið var hvort íslendingar hyggðu á einhverskonar vinstri kollsteypu og/eða hvort eignarréttur væri í einhverri hættu, s.k. ,,political risk“

Sú undarlega staða er komin upp hér að gjaldeyrishöft eru nú til þess að halda peningum utan landsins en ekki inni í landinu.

Tímaritið Wall Street Journal birtir grein um síðasta útspil ríkisstjórnarinnar um afnám hafta með eftirfarandi skýringarmyndum:Iceland_Puts_Freeze_on_Foreign_Investors_-_WSJ

Ekkert í umfjöllun blaðsins eða annara stórra miðla tengist ætlaðri spillingu, bara efnahagslegum uppgangi.

Í nýlegri fréttaskýringu Bloomberg er hvergi að finna neikvæðann tón, bara jákvæðni og góða ímynd af landi og þjóð.

Vinstri menn vita sem er að þeim mun ekki vegna vel nema þóðinni vegni illa og því er þeim mikill vandi á höndum. Til að rétta af sinn hlut er því nærtækt að grípa til niðurrifs. Þar sem hagvaxtaraldan lyftir öllum bátum er hinsvegar erfitt að finna þolendur.

Hvernig þjóðin lét ana sér út í að stytta það stjórnarsamstarf sem hefur getið af sér viðlíka árangur er hinsvegar stærsta ráðgátan á sviði félagsvísinda.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur