Þriðjudagur 06.09.2016 - 15:38 - FB ummæli ()

Ræningjar undir réttu flaggi?

Þekkt er að oft komast lýðskrumarar til valda í kjölfar þjóðaráfalla. Eftir hrun var engu er líkara en að íslenska þjóðin hefði ákveðið að taka sitt sprengjuáfall út á bankamönnum sem nú hefur snúist upp í óþol gegn einhverskonar óhelgu sambandi stjórnmála og fjármála. Nú er krafan eitthvað nýtt, eitthvað annað og sannanlega eru Píratar einmitt eitthvað annað. Fylgismenn flokksins hafa svo sannfærst um að hugtökin vinstri og hægri séu úreld sem er grundvallarmisskilningur.

Myndin er án höfundarréttar

Myndin er án höfundarréttar og öllum frjáls til afnota.

Píratar hafa verið einstaklega færir í að sigla undir að því er virðist fölsku flaggi en fátt er fjær sanni því Píratar eru sannanlega ræningjar. Á síðasta þingi tókst flokknum að halda uppi trúverðugri mynd frjálslyndis og framfara, fyrst og fremst með því að taka aldrei afstöðu en viðhalda ímynd róttækni. Í frumvarpi til viðskiptafrelsis með áfengi var flokkurinn bæði með og á móti, m.a. vegna þess að Birgittu finnst íslendingar ,,ömurlegir“ Helst eru það tónlistar og kvikmyndagerðarfólk  sem hafa slegið varnagla við stefnu flokksins um afnám hugverkaréttar. Fáir hafa hinsvegar áttað sig á samhenginu og hvernig það ákveðna mál í raun tengist stefnu flokksins um afnám eignarréttar. Í nýlegu tímariti MAN er athyglisvert viðtal við einn af hugmyndasmiðum Pírata, Smára McCarthy þar sem segir:

Átakapunktur í íslenskri pólitík er um hvort og þá hvernig beita eigi skattkerfinu sem jöfnunartæki eða eingöngu sem tekjuöflunartæki ríkisins. Ég er ekki viss um að hægt sé að aðskilja þetta svona eins og gert er. Á móti þessari aðferð höfum við í staðinn fyrir að taka af ríka fólkinu leiðir….. þannig að síður verði hægt að verða auðmaður“

Í þessu samhengi er mikilvægt að fólk átti sig á muninum á tekjum og auði. Vissulega hafa vinstri menn stundað eignaupptöku með hinum rangnenfnda auðlegðarskatti auk fasteignagjalda og aldrei farið leynt með endanlegt markmið sitt með 100% tekjuskatt en útrýming eignarréttar er klárlega ,,eitthvað annað“

Í sæluríki sínu vilja Píratar útiloka möguleika einstaklinga til þess að búa sér í haginn ,,verða auðmenn“ uppskera eins og til er sáð. Ekki á bara að fyrirbyggja að vinsæll tónlistarmaður eða forritari auðgist heldur vilja Píratar ræna öllum eignarrétti í nafni sinnar brengluðu sýnar á réttlætið. Og hvað liggur betur við höggi heldur en einmitt kvótakerfið í fyrstu atrennu með nýrri stjórnarskrá? (hér er þó ekki átt við mjólkurkvóta því í þeirri starfsgrein er jú engin arðsemi til að ásælast)

Merkilegt nokk virðast allmargir rétthafar tónlistar og myndefnis taka undir afránshugmyndir pírata á rétthöfum fiskveiðikvóta en telja sinn eignarrétt engu að síður réttmætann og einfaldlega skilja ekki samhengið í afnámi eignarréttar á tónlist og þjóðnýtingar á eigum útgerðarmanna. Menn geta svo bara velt fyrir sér hvað verður um laxveiðikvóta í ám þegar búið verður að þjóðnýta fiskveiðikvóta í sjó, virkjun á bæjarlæknum eða gras á túnum svo nokkur dæmi séu tekin.

Sú ríkisstjórn sem nú er við það að kveðja getur því miður ekki státað sig af einni einkavæðingu og útgjöld til stofnana hafa blásið út óháð því hvort eitthvað gagn sé af starfseminni. Þessum afrakstri lýsir Smári þannig að:

…stöðugt er verið að einkavæða í þeim tilgangi að stela peningum af ríkinu. Það er mjög sjaldan einkavætt í öðrum tilgangi.

Hér gæti Smári verið að vitna til þess þegar hið opinbera afsalaði sér einokunarsölurétti á símtækjum, eldspítum og hárvötnum, Ferðaskrifstofa Ríkisins og Ríkisskip voru seld og að ekki sé nú minnst á Áburðar og Sementsverksmiðjuna, allt saman þjófnaður sem Smári ,,eitthvað annað“ stjórnmálamaður sér sárt á eftir.

Vissulega er ekkert nýtt við það að vinstri menn stofni nýjar kennitölur um sína samfélagsverkfræði í baráttunni gegn einstaklingsfrelsi og eignarrétti. Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins hafa a.m.k. 11 flokksbrot litið dagsins ljós sem blessunarlega hafa flest hver dáið drottni sínum úr austri:

  1. Kommúnistaflokkur Íslands 1930-1938
  2. Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkurinn 1938-1968
  3. Alþýðubandalagið 1968-1999
  4. birgitta

    Næsti forsætisráðherra Íslands?

    Alþýðuflokkurinn 1916-2000

  5. Bandalag Jafnaðarmanna 1983-1987
  6. Þjóðvaki 1994-2000
  7. Samfylkingin 1999-2016
  8. VG 1999-
  9. Borgarahreyfingin 2009-2012
  10. Björt Framtíð 2012-2016
  11. Píratar 2012-

Jafn réttur gagnvart lögum, eignarréttur og einstaklingsfrelsi hefur verið undirstaða velferðar hér á landi hingað til og svo mun verða áfram, sama hvað þjófum og ræningjum kann að finnast.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur