Mikilvægasti eiginleiki stjórnmálamanna er trúverðugleiki, eiginleiki sem erfitt er að ávinna en auðvelt að tapa.
Því verður ekki neitað að vinstri menn voru nokkuð duglegir í að markaðssetja sig fyrir síðustu kosningar m.a. undir fölskum formerkjum alþjóðahyggju sem fyrr eða síðar munu kosta flokkana trúverðugleika.
Markaðsdeild vinstri manna bauð m.a. upp á kosningapróf þar sem spurt var nokkurra leiðandi spurninga sem síðan eignaði prófþolanum eiginleika á borð við alþjóðasinnun eða þjóðernissinnun sem andstæðum.
Að vilja ,,samstarf við aðrar þjóðir“ snýst einfaldlega um spurninguna um að vilja ganga í ESB. Að vilja kjósa um ESB gerir viðkomandi að sjálfsögðu alþjóðasinnaðann. Þó er það þannig að Ísland á í fullu ,,samstarfi“ við ESB en hin eiginlega spurning fjallar í raun ekkert um samstarfið heldur afsal fullveldis til bandalagsins.
Alls er Ísland aðili að um 50 alþjóðlegum stofnunum sem engum hefur dottið í hug að leggja til að þjóðin dragi sig út úr sem undirstrikar hve ótrúverðugt það er að stilla upp stjórnmálaflokkum sem ekki vilja ganga í ESB sem andstæðingum alþjóðlegs samstarfs.
1. Dómstólar og lögreglumál
Alþjóðagerðardómurinn í Haag – Permanent Court of Arbitration (PCA), The Hague
Alþjóðasamband sakamálalögreglu – International Criminal Police Organization (INTERPOL), Lyon
2. Efnahags- og viðskiptamál
Alþjóðafjárfestingarábyrgðastofnunin – Multilateral Investment Guarantee Agency (MIGA), Washington D.C.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn – International Monetary Fund (IMF), Washington D.C.
Alþjóðalánastofnunin – International Finance Corporation (IFC),Washington D.C.
Alþjóðastofnun til útgáfu tollalaga – International Customs Tariffs Bureau (ICTB)
Alþjóðastofnunin um lausn fjárfestingardeilna – International Centre for the Settlement of Investment Disputes (ICSID), Washington D.C.
Alþjóðaviðskiptastofnunin – World Trade Organization (WTO), Geneva (Sviss)
EFTA-dómstóllinn – EFTA Court (Luxembourg)
Efnahags- og framfarastofnunin – Organization for Economic Co-operation and Development (OECD), Paris
Eftirlitsstofnun EFTA – EFTA Surveillance Authority (ESA), Brussels
Fríverslunarsamtök Evrópu – European Free Trade Association (EFTA), Geneva (Sviss)
Tollasamvinnuráðið – World Customs Organization (WCO), Brussels
3. Fiskveiðar og hafrannsóknir
Alþjóðahafrannsóknaráðið – International Council for the Exploration of the Sea (ICES), Copenhagen
Alþjóðasjómælingastofnunin – International Hydrographic Organization (IHO), Monte Carlo
Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin – Nort-East Atlantic Fisheries Commission (NEAFC)
Norður-Atlantshafslaxverndarstofnunin – North Atlantic Salmon Conservation Organization (NASCO)
Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið – North Atlantic Marine Mammal Commission (NAMMCO), Reykjavik
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunin – Nortwest Atlantic Fisheries Organization (NAFO), Dartmouth (Kanada)
4. Heilbrigðismál
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin – World Health Organization (WHO), Geneva (Sviss)
5. Hugverka- og menntamál
Alþjóðahugverkastofnunin – World Intellectual Property Organization (WIPO), Geneva (Sviss)
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna – UN Educational, Scientific and Cultural Organization (UNESCO), Paris
6. Pólitísk samtök
Barentsráðið – Barents Euro-Arctic Council (BEAC)
Evrópuráðið – Council of Europe, Strassbourg (Frakkland)
Eystrasaltsráðið – Council of the Baltic Sea States
Norðurlandaráð – Nordic Council, Copenhagen
Norræna ráðherranefndin – Nordic Council of Ministers, Copenhagen
Norðurskautsráðið – Arctic Council
Sameinuðu þjóðirnar (S.þ.) – United Nations (UN), New York, Geneva, Vienna
7. Samgöngumál
Alþjóðafjarskiptasambandið – International Telecommunication Union (ITU), Geneva
Alþjóðaflugmálastofnunin – International Civil Aviation Organization (ICAO), Montreal (Kanada)
Alþjóðapóstsambandið – Universal Postal Union (UPU), Berne
Alþjóðasiglingamálastofnunin – International Maritime Organization (IMO), London
Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í siglingum – International Maritime Satellite Organization (INMARSAT), London
Alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti – International Telecommunications Satellite Organization (INTELSAT), Washington D.C.
Evrópustofnun fjarskipta um gervitungl – European Telecommunications Satellite Organization (EUTELSAT).
8. Umhverfismál og skyld mál
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin – International Atomic Energy Agency (IAEA), Vienna
Alþjóðanáttúruverndarsambandið – World Conservation Union (IUCN), Gland (Sviss)
Alþjóðaveðurfræðistofnunin – World Meteorological Organization (WMO), Geneva (Sviss)
Alþjóðalandfræðisambandið – International Union of Geodesy and Geophysics (IUGG), Toulouse (Frakkland)
Alþjóðajarðfræðisambandið – International Union of Geological Sciences (IUGS), Trondheim (Noregur)
9. Vinnumál
Alþjóðavinnumálastofnunin – International Labour Organization (ILO), Geneva (Sviss)
10. Þróunarsamvinna
Alþjóðabankinn – International Bank for Reconstruction and Development (IBRD), Washington D.C.
Alþjóðaframfarastofnunin – International Development Association (IDA), Washington D.C.
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu – European Bank for Reconstruction and Development (EBRD), London
Matvæla- og landbúnaðarstofnun S.þ. – Food and Agricultural Organization (FAO), Rome
11. Öryggismál
Atlantshafsbandalagið – North Atlantic Treaty Organization (NATO), Brussels
Vestur-Evrópusambandið (VES) – Western European Union (WEU), Brussels – Aukaaðild
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) – Organization on Security and Co-operation in Europe (OSCE), Vienna