Þriðjudagur 08.11.2016 - 11:15 - FB ummæli ()

,,Við viljum eiga samstarf við aðrar þjóðir….“

Mikilvægasti eiginleiki stjórnmálamanna er trúverðugleiki, eiginleiki sem erfitt er að ávinna en auðvelt að tapa.

Því verður ekki neitað að vinstri menn voru nokkuð duglegir í að markaðssetja sig fyrir síðustu kosningar m.a. undir fölskum formerkjum alþjóðahyggju sem fyrr eða síðar munu kosta flokkana trúverðugleika.

Markaðsdeild vinstri manna bauð m.a. upp á kosningapróf þar sem spurt var nokkurra leiðandi spurninga sem síðan eignaði prófþolanum eiginleika á borð við alþjóðasinnun eða þjóðernissinnun sem andstæðum.

Að vilja ,,samstarf við aðrar þjóðir“ snýst einfaldlega um spurninguna um að vilja ganga í ESB.  Að vilja kjósa um ESB gerir viðkomandi að sjálfsögðu alþjóðasinnaðann. Þó er það þannig að Ísland á í fullu ,,samstarfi“ við ESB en hin eiginlega spurning fjallar í raun ekkert um samstarfið heldur afsal fullveldis til bandalagsins.

Alls er Ísland aðili að um 50 alþjóðlegum stofnunum sem engum hefur dottið í hug að leggja til að þjóðin dragi sig út úr sem undirstrikar hve ótrúverðugt það er að stilla upp stjórnmálaflokkum sem ekki vilja ganga í ESB sem andstæðingum alþjóðlegs samstarfs.

1. Dómstólar og lögreglumál
Alþjóðagerðardómurinn í Haag – Permanent Court of Arbitration (PCA), The Hague
Alþjóðasamband sakamálalögreglu – International Criminal Police Organization (INTERPOL), Lyon

2. Efnahags- og viðskiptamál
Alþjóðafjárfestingarábyrgðastofnunin – Multilateral Investment Guarantee Agency (MIGA), Washington D.C.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn – International Monetary Fund (IMF), Washington D.C.
Alþjóðalánastofnunin – International Finance Corporation (IFC),Washington D.C.
Alþjóðastofnun til útgáfu tollalaga – International Customs Tariffs Bureau (ICTB)
Alþjóðastofnunin um lausn fjárfestingardeilna – International Centre for the Settlement of Investment Disputes (ICSID), Washington D.C.
Alþjóðaviðskiptastofnunin – World Trade Organization (WTO), Geneva (Sviss)
EFTA-dómstóllinn – EFTA Court (Luxembourg)
Efnahags- og framfarastofnunin – Organization for Economic Co-operation and Development (OECD), Paris
Eftirlitsstofnun EFTA – EFTA Surveillance Authority (ESA), Brussels
Fríverslunarsamtök Evrópu – European Free Trade Association (EFTA), Geneva (Sviss)
Tollasamvinnuráðið – World Customs Organization (WCO), Brussels

3. Fiskveiðar og hafrannsóknir
Alþjóðahafrannsóknaráðið – International Council for the Exploration of the Sea (ICES), Copenhagen
Alþjóðasjómælingastofnunin – International Hydrographic Organization (IHO), Monte Carlo
Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin – Nort-East Atlantic Fisheries Commission (NEAFC)
Norður-Atlantshafslaxverndarstofnunin – North Atlantic Salmon Conservation Organization (NASCO)
Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið – North Atlantic Marine Mammal Commission (NAMMCO), Reykjavik
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunin – Nortwest Atlantic Fisheries Organization (NAFO), Dartmouth (Kanada)

4. Heilbrigðismál
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin – World Health Organization (WHO), Geneva (Sviss)

5. Hugverka- og menntamál
Alþjóðahugverkastofnunin – World Intellectual Property Organization (WIPO), Geneva (Sviss)
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna – UN Educational, Scientific and Cultural Organization (UNESCO), Paris

6. Pólitísk samtök
Barentsráðið – Barents Euro-Arctic Council (BEAC)
EvrópuráðiðCouncil of Europe, Strassbourg (Frakkland)
EystrasaltsráðiðCouncil of the Baltic Sea States
Norðurlandaráð – Nordic Council, Copenhagen
Norræna ráðherranefndin – Nordic Council of Ministers, Copenhagen
Norðurskautsráðið – Arctic Council
Sameinuðu þjóðirnar (S.þ.) – United Nations (UN), New York, Geneva, Vienna

7. Samgöngumál
Alþjóðafjarskiptasambandið – International Telecommunication Union (ITU), Geneva
Alþjóðaflugmálastofnunin – International Civil Aviation Organization (ICAO), Montreal (Kanada)
Alþjóðapóstsambandið – Universal Postal Union (UPU), Berne
Alþjóðasiglingamálastofnunin – International Maritime Organization (IMO), London
Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í siglingum – International Maritime Satellite Organization (INMARSAT), London
Alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti – International Telecommunications Satellite Organization (INTELSAT), Washington D.C.
Evrópustofnun fjarskipta um gervitungl – European Telecommunications Satellite Organization (EUTELSAT).

8. Umhverfismál og skyld mál
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin – International Atomic Energy Agency (IAEA), Vienna
Alþjóðanáttúruverndarsambandið – World Conservation Union (IUCN), Gland (Sviss)
Alþjóðaveðurfræðistofnunin – World Meteorological Organization (WMO), Geneva (Sviss)
Alþjóðalandfræðisambandið – International Union of Geodesy and Geophysics (IUGG), Toulouse (Frakkland)
Alþjóðajarðfræðisambandið – International Union of Geological Sciences (IUGS), Trondheim (Noregur)

9. Vinnumál
Alþjóðavinnumálastofnunin – International Labour Organization (ILO), Geneva (Sviss)

10. Þróunarsamvinna
Alþjóðabankinn – International Bank for Reconstruction and Development (IBRD), Washington D.C.
Alþjóðaframfarastofnunin – International Development Association (IDA), Washington D.C.
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu – European Bank for Reconstruction and Development (EBRD), London
Matvæla- og landbúnaðarstofnun S.þ. – Food and Agricultural Organization (FAO), Rome

11. Öryggismál
Atlantshafsbandalagið – North Atlantic Treaty Organization (NATO), Brussels
Vestur-Evrópusambandið (VES) – Western European Union (WEU), Brussels – Aukaaðild
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) – Organization on Security and Co-operation in Europe (OSCE), Vienna

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur