Sunnudagur 10.12.2017 - 21:26 - FB ummæli ()

Furðufréttir úr Árborg

Nýlega birtist á forsíðu morgunblaðsins undarleg frétt um ,,fordæmalausa fjölgun“ íbúa í Árborg sem nýlega var á gjörgæsludeild félagsmálaráðuneytisins ásamt fleiri sveitarfélögum á leið í greiðsluþrot.

Nýr meirihluti sem tók við stjórnartaumunum árið 2010 var því nauðbeygður til þess að skera niður úgjöld sem samkvæmt viðteknum lögmálum stjórnsýslufræða hefði því átt að þýða að skerða hefði þurft þjónustu við íbúa. Við nánari athugun kom þó í ljós að útgjöld jafngiltu ekki þjónustu.

Af þeim aðgerðum sem gripið var til má nefna:

  • Stjórnunarstöðum var fækkað um 50%
  • Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins tók við hlutverki bæjarstjóra.
  • Yfirbygging á skólastarfi eins og skólaskrifstofa var aflögð.
  • Starf umhverfisfulltrúa sem stundaði m.a. rannsóknir á áhrifum af bráðnun Grænlandsjökuls á sveitarfélagið var lagt niður.
  • Fjöldi gæluverkefna var aflagður og skuldir greiddar niður.
  • Engin býr á tjaldstæðum sveitarfélagsins.
  • Skattar voru lækkaðir.

Í framhaldinu hefur svo íbúum fjölgað enda þjónusta hins opinbera í engu síðri en áður sem meðal annars birtist í betri útkomu úr Pisa könnun nemenda, (eitt þriggja sveitarfélaga á landinu) og aukinni ánægju íbúa samkvæmt mælingu Gallup.

Niðurstöður Gallup

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur