Mánudagur 25.05.2015 - 09:22 - FB ummæli ()

Einokunar- og áfengis-böl

Aðdáendur ríkiseinokunarverslana með áfengi hafa með tilvísiun til ,,vandaðra“ rannsókna, bent á að viðskiptafrelsi sé böl, nánar tiltekið áfengis-böl. Margir afgreiða málið í hálfkæringi með ,,ég vil ekki sjá áfengi í verslunum“ Slíkt viðhorf er í raun siðferðisbrenglun því sama hvað okkur ,,finnst“ og hvað við viljum ,,sjá“ þá eru lög á samborgara okkar sem þrengja val, hvort heldur er þeirra sem selja vilja vín eða þeirra sem kaupa vilja vín, hreint ofbeldi. Ef þú kæri lesandi vilt ekki sjá áfengi í matvöruverslun, er þér einfaldlega heimilt að snúa viðskiptum þínum annað en ekki þrengja að valfrelsi annara með ríkisvaldi.

Umræðustjóri Ríkisins Egill Helgason, talsmaður þess að almenningur hér á landi ætti að njóta viðskiptafrelsis þegar kemur að matvörum, segist ekki hafa gert upp hug sinn þegar kemur að verslunarfrelsi með áfengi. En af hverju ætti ríkið ekki frekar að reyna að vernda Egil gegn ofneyslu matvæla heldur en ofneyslu áfengis?

En hvað með almannahag og lýðheilsusjónarmið? Nýlega kom út ný skýrsla  um afleiðingar ,,Licensing Act“ í Bretlandi sem árið 2005 rýmkaði opnunartíma veitingastaða og kráa þannig að heimilt var að bjóða upp á ,,24 tíma drykkju“ stærsta skref sem Bretar hafa stigið í að ,,auka aðgengi að áfengi“

Niðurstaðan er að verslunarfrelsi hefur engin neikvæð áhrif, hvort heldur er á heildarneyslu eða eðli neyslunnar nú eða ofbeldisverka tengt óhóflegri neyslu.

www_iea_org_uk_sites_default_files_in-the-media_files_Briefing_1505_Drinking_fast_and_slow_web_pdf

Ekki stóð á dómsdagsspám í aðdraganda hinna nýju laga í Bretlandi árið 2005. Spám sem allir þekkja hér á landi fyrir daga bjórsins og sem endurómað hafa í telefni af frumvarpi Vilhjálms Árnasonar þingmanns sjálfstæðisflokksins um viðskiptafrelsi. Meira að segja hið virta Economist lýsti því yfir að með ólíkindum væri að stjórnvöld innleiddu frelsi með neikvæðum afleiðingum sem augljóslega hefði meira vægi en þær jákvæðu. Nánast allar stofnanir breskrar stjórnsýslu sameinuðust um fullyrðingar um að aukið aðgengi myndi auka neyslu, dauðadrykkja (binge drinking) og unglingadrykkja myndi aukast. Frasinn um ,,24 tíma drykkju“ sagði í raun allt sem segja þurfti. Dómarar vöruðu við stórfelldri aukningu afbrota. Læknar, sálfræðingar og fjölmiðlamenn endurómuðu í sífellu að ,,aukið aðgengi þýðir alltaf aukna neyslu“ ,,aðgengi og neysla haldast í hendur“

Þegar grannt er að gáð kom auðvitað í ljós að hinar læknisfræðilega ,,staðreyndir“ byggðust auðvitað á hjávísindum, í raun einfeldningsleg hómópata rök sem höfðu ekkert með vísindalega nálgun, hvað þá vísindalegar sannanir að gera.

Auðvitað skilaði hræðsluáróðurinn sínu því skoðanakannanir sýndu að 62% voru andsnúnir auknu verslunarfrelsi.

Í raun má með ólíkindum vera að hér á landi skuli ríkisforsjárhyggjan ekki vera miðuð að ,,þörfum“ þeirra sem veikastir eru á tímum sem ætla má að fýklarnir séu veikastir fyrir. Hvernig má það vera að einungis ríkisstarfsmönnum sé treystandi til að afgreiða áfengi þegar fólk er edrú en einungis einkaaðilum á veitingahúsum og börum á kvöldin þegar freistingin er hvað mest?

Sorglegt er að virtar stofnanir á borð við Landlæknisembættið og SÁÁ skuli fórna sínum akademíska starfsheiðri með því að bera á borð hindurvitni sem enga stoð eiga í heimi læknisfræði eða vísinda.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur