Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 12.05 2018 - 11:43

RÚV fellur á eigin prófi

RÚV, RíkisÚtvarpVinstrimanna býður landsmönnum upp á kosningapróf í aðdraganda sveitastjórnarkosninga 2018. Prófið er athyglisvert fyrir nokkrar sakir, sumar augljósar og aðrar faldar. Sú staðreynd að margir frambjóðendur eru ekki sammála sjálfum sér gefur prófinu reyndar augljósa falleinkunn. Eins og oft háttar til er pólitískur áróður stofnunarinnar lævís, ýmist í formi leiðandi spurninga eða þess sem […]

Miðvikudagur 18.04 2018 - 15:57

,,Klandrið“ að baki

Sérstaða kampavíns felst í að vera eina drykkjarvaran sem tengd er við einhverskonar hughrif. Þannig taldi Napóleon að kampavín væri verðskuldað í sigrum en nauðsyn í ósigrum. Árið 2008 lenti íslensk þjóð í banka- og gjaldmiðilsklandri sem sumir hafa viljað kalla hrun þó ekkert hafi reyndar hrunið. Segja má að þjóðin hafi þar reynt að […]

Sunnudagur 08.04 2018 - 14:29

Kosning um kjarabætur

Í Morgunblaðinu er frétt um að hagsmunasamtök kúabænda hyggist kjósa um fyrirkomulag mjólkurkvóta. Slík kosning er auðvitað sjálfsagt mál þeirra sem þyggja almannafé sér til viðurværis. Kvóti á matvælaframleiðslu byggir á hugmyndafræði áætlunarbúskaps að sósíalískri fyrirmynd – þess stjórnkerfis sem margir kalla eftir nú til dags. Ekkert takmarkar hinsvegar mjókurframleiðslu annað en eftirspurn neytenda og er […]

Fimmtudagur 08.03 2018 - 21:27

Sögurím

Eftir að Sjálfstæðisflokkur galt afhroð í kosningum 1978 komu nokkrir fulltrúar ungliðahreyfingar flokksins að máli við Gunnar Thoroddsen varaformann flokksins um að hann myndi víkja stöðu. Gunnar tók vel í málaleitan ungliðanna að einu atriði uppfylltu, að bætt yrði við í skipulagsreglur flokksins eftirfarandi ákvæði: Nú hefur formaður flokksins tapað kosningum og skal þá varaformaðurinn víkja. […]

Mánudagur 26.02 2018 - 09:24

Straumhvarfa-óráð.

Í myndinni Annie Hall segir Woody Allen að á árum sínum í opinberum skóla hafi verið sagt að þeir sem ekkert gætu væru kennarar, þeir sem ekki gætu kennt, kenndu leikfimi og þeir sem ekki gætu kennt leikfimi kenndu við skólann hans. Á heimasíðu Viðskiptaráðs Íslands má finna undir kaflanum ,,Hlutverk og lög” að eitt […]

Sunnudagur 10.12 2017 - 21:26

Furðufréttir úr Árborg

Nýlega birtist á forsíðu morgunblaðsins undarleg frétt um ,,fordæmalausa fjölgun“ íbúa í Árborg sem nýlega var á gjörgæsludeild félagsmálaráðuneytisins ásamt fleiri sveitarfélögum á leið í greiðsluþrot. Nýr meirihluti sem tók við stjórnartaumunum árið 2010 var því nauðbeygður til þess að skera niður úgjöld sem samkvæmt viðteknum lögmálum stjórnsýslufræða hefði því átt að þýða að skerða hefði þurft þjónustu við íbúa. Við nánari […]

Sunnudagur 19.11 2017 - 00:49

Svör til þess er ekki veit

Steingrímur J Sigfússon varpar upp nokkrum athyglisverðum spurningum í pistli í Morgunblaðinu undir þeim formerkjum að þar ,,spyrji sá er ekki veit” Grundvallarspurning Steingríms er hvort það fái staðist að flokkar geti kennt sig við hugtök eins og framfarir, frelsi, jafnvel liti, og með þeirri aðgreiningu gefið til kynna að aðrir flokkar séu andstæðingar slíkra […]

Laugardagur 28.10 2017 - 11:06

Opið bréf til Ragnars Kjartanssonar

Sæll Ragnar. Mér finnst þú ekki bara frábær listamaður heldur afskipti þín af stjórnmálum einhver þau skemmtilegustu frá því að Jón Gnarr var og hét sem hugsjónamaður. Þú ert í framboði fyrir VG og styður í verki tillögur flokksins um aukin afskipti hins opinbera af öllum lífsháttum landa þinna auk hærri skatta og jöfnunar ofan […]

Sunnudagur 15.10 2017 - 17:15

,,Þingmenn Eldast Illa“

Þeir sem efast um þessa fullyrðingu hins unga þingmanns Steingríms J Sigfússonar í viðtali við Helgarpóstinn 1983 þurfa ekki annað en að hlusta á sama þingmann nú 34 árum síðar. Líklega á engin jafn langan lista af sviknum kosningaloforðum og Steingrímur og þarf ekki að leita lengra heldur en til ,,norrænu velferðarstjórnarinnar“ Um efndir hugsjóna flokksins […]

Þriðjudagur 05.09 2017 - 13:48

Nútímalausnir

Sauðfjárráðherra segir að gamaldagslausnir á vanda sauðfjárbænda dugi ekki til. Nær sé að færa bændum 650 milljónir að gjöf frá skattgreiðendum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að því sé ekki um „endurtekið efni“ að ræða.

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur