Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 18.03 2017 - 14:54

Hér varð hrun…..

….í skuldsetningu! Stóra fréttin er að góðærið núna er ekki tekið að láni frekar en styrking krónunnar. Auðvitað er erfitt að tilheyra klerkastétt svartsýniskirkjunnar á Íslandi undir forystu Gunnars Smára, Ragnars (V.R. byltingarmanns) og Jónasar Kristjáns. Þeirra tími mun líklega ekki koma fyrr en þeir sjálfir komast til valda. Veruleikinn er hinsvegar sá að aldrei […]

Laugardagur 04.03 2017 - 15:46

Einokunarverslun með áfengisflöskur

Einhver brengluðustu rök gegn viðskiptafrelsi með áfengi byggja á þeirri trú sumra að einokunarverslun færi neytendum lægra verð og betra úrval. Oft er vitnað til þess að álagning í verslunum verði mun hærri heldur en rekstrarsnillingar hjá ÁTVR þurfi til að láta enda ná saman. Fyrir það fyrsta er auðvitað engin arðsemi af rekstri sérverslana sem […]

Þriðjudagur 14.02 2017 - 09:45

Forstjóri deCode segir deCode ekki vera til….

…..og talar að handan….

Þriðjudagur 17.01 2017 - 09:11

Sá á fund sem finnur

Er máltæki sem Einar Oddur heitinn taldi að lægi til grundvallar ferðagleði starfsmanna hins opinbera. Um þessar mundir eru 10 embættismenn staddir í  Vín á ráðstefnu um kynjaða hagstjórn, þ.m.t. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en eins og flestir vita eru mannréttindi víða fótum troðin í borginni. Vafalítið mun fulltrúi Svíþjóðar kynna kynja-snjómokstur en þarlendir samfélagsverkfræðingar þykja vera […]

Sunnudagur 11.12 2016 - 22:34

Dómsdagsspámenn

Líklega er starf dómsdagsspámannsins það vanþakklátasta í heimi. Fyrir það fyrsta hafa slíkir alltaf rangt fyrir sér þar til einn daginn að engin verður eftir til að þakka fyrir spánna. Einhverjir afkastamestu bölmóðsmenn Íslandssögunnar sitja enn við skrif þeir Jónas Kristjánsson og Gunnar Smári Egilsson og ættu báðir tilkall til titilsins ,,endaþarmar íslenskrar fréttamennsku“ ef Eiríkur […]

Þriðjudagur 08.11 2016 - 11:15

,,Við viljum eiga samstarf við aðrar þjóðir….“

Mikilvægasti eiginleiki stjórnmálamanna er trúverðugleiki, eiginleiki sem erfitt er að ávinna en auðvelt að tapa. Því verður ekki neitað að vinstri menn voru nokkuð duglegir í að markaðssetja sig fyrir síðustu kosningar m.a. undir fölskum formerkjum alþjóðahyggju sem fyrr eða síðar munu kosta flokkana trúverðugleika. Markaðsdeild vinstri manna bauð m.a. upp á kosningapróf þar sem spurt var nokkurra […]

Laugardagur 22.10 2016 - 11:05

Arðurinn til þjóðarinnar

Þó að krónan sé um margt umdeilanlegur gjaldmiðill má þó benda á að sterkari króna færir almenningi aukinn kaupmátt sem er hið eiginlega markmið hagkerfisins. Kaupmáttaraukning er hinn eiginlega mælieining á hið margþvælda hugtak ,,arðinn til þjóðarinnar“ Auðlind er nokkuð gildishlaðið orð sem við notum um hrávörur eða ,,natural resources“ Auðvitað væri það draumastaða ef […]

Miðvikudagur 05.10 2016 - 10:48

Kosningaloforð VG

Líklega á engin flokkur jafn fá kosningaloforð ósvikin eins og VG. Þó er nokkuð víst að loforðin um skattahækkanir verði aldrei svikin. Í kosningaþætti RÚV talaði Steingrímur J. afdráttarlaust að vanda: Van­ræksla rík­is­stjórn­ar­inn­ar Stein­grím­ur sagði Vinstri græna telja það óumflýj­an­legt að afla nokk­urra tuga millj­arða í viðbót í tekj­ur. Það hafi nú­ver­andi rík­is­stjórn van­rækt. Hann […]

Miðvikudagur 21.09 2016 - 14:39

Ríkisfréttir ohf.

Ronald Reagan sagði eitt sinn að ein af meginreglum stjórnsýslunnar mætti skilgreina samkvæmt eftirfarandi: If it moves, tax it. If it keeps moving, regulate it. And if it stops moving, subsidize it. Illugi Gunnarson og Ragnheiður Elín Árnadóttir eru tveir af þeim þingmönnum sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa hafnað af því að þeir öðrum fremur hafa staðið að […]

Miðvikudagur 21.09 2016 - 13:46

Lýðheilsufræðin fá falleinkun

Í umræðunni um viðskiptafrelsi með áfengi hafa ekki ómerkari stofnanir en Landlæknir, Kári Stefánsson og fjöldi lýðheilsufræðinga, talað afdráttarlaust um orsakasamhengið á milli aukins aðgengis, aukinnar neyslu og verri lýðheilsu þegar áfengi er annarsvegar. Engu skiptir að engri tölfræði sé til að dreifa um slíkt, hvort heldur er hérlendis eða erlendis. Nýlega kom út skýrsla um áhrif […]

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur