Mánudagur 19.10.2015 - 11:36 - FB ummæli ()

Vont er ranglætið en verra er réttlætið

Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem starfsmaður Seðlabanka Íslands hafði verið rekinn fyrir umsvifamikil verðbréfaviðskipti í eigin þágu, þvert á allar skráðar reglur um innherjaviðskipti. Hæstiréttur dæmdi hinum opinbera starfsmanni kr.3m. bætur. Már Guðmundsson hinn kæruglaði, sá ekki ástæðu til að kæra starfsmanninn, né heldur Sérstakur Saksóknari enda sérhæfa báðir embættismenn sig í kærum vegna brots á óskráðum reglum og málum er varða svokallaða ,,sefun á reiði almennings“

Má Guðmundssyni tókst hinsvegar að reka starfsmanninn með ólögmætum hætti sem kanski ætti ekki að koma á óvart miðað við Sjóvár, Aserta og Samherja málin. Hinn brottrekni nýtti sér tækifærið og fékk dæmdar bætur vegna uppsagnarfrests. Engu skipti að Hæstiréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að starfsmaðurinn hafði brotið af sér í starfi, slíkt þarf greinilega ekki að vera refsivert.

Fyrir brot á óskráðum reglum eru fyrrum bankamenn hinsvegar dæmdir í margra ára fangelsi og gildir einu þó að í hinum meintu brotum skorti ásetning, ávinning eða endanlegt tjón.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 19.10.2015 - 08:38 - FB ummæli ()

Meðferðarúrræði?

Vissulega er grunnreglan sú að allt eigi að vera leyfilegt sem ekki er bannað. Björgvin G Sigurðsson taldi að þar sem sveitarstjórnarlög bönnuðu ekki útlána sérstaklega, væri honum heimilt að hefja slíka starfsemi, nánar tiltekið til síns sjálfs. Í framhaldinu fór Björgvin svo í meðferð.

Bæjarstjóri Seltjarnarness á sér þann draum að stofna ,,Íbúðalánasjóð Seltjarnarness“ sem myndi aðskilja sig frá hinum ríkisrekna með tvennum hætti. Fyrir það fyrsta yrði einungis lánað á öðrum veðrétti. Í annan stað myndi sjóðurinn sérhæfa sig í lánum til lántakenda með littla eða enga greiðslugetu og því svipa til Fjárfestingabanka Ríkisins á Sauðárkróki (Byggðastofnun) sem sérhæfir sig í útlánaverkefnum sem eru svo galin að engar líkur eru á endurheimtum.

Spurningin er hvort útsvarsgreiðendur á Seltjarnarnesi hafi einhver ,,meðferðarúrræði“ fyrir bæjarstjórann?

Meðferðarúrræði

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 18.10.2015 - 15:44 - FB ummæli ()

Landmælt klúður

Fyrir um tveimur árum tilkynnti fyrirtækið Loftmyndir að það hefði lokið við fyrstu útgáfu af nýjum háupplausnar-kortagrunni af öllu landinu. Ekki fór mikið fyrir áhuga fjölmiðla á þessum áfanga, hvað þá að greint væri hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenskt samfélag.

Fyrir það fyrsta ber að nefna að grunnurinn er gerður alfarið án nokkurskonar aðkomu hins opinbera ef frá er talið að fyrirtækið hefur þurft að verja milljónum í lögfræðikostnað til að verjast samkeppni og samkeppnisbrotum Landmælinga Íslands. Háupplausnargrunnur Loftmynda er jafnframt fyrsti kortagrunnur af Íslandi sem gerður er af Íslendingum.

Í fyrstu grein laga um landmælingar og grunnkortagerð stendur: »Markmið laga þessara er að tryggja að ávallt séu til staðfræðilegar og landfræðilegar grunnupplýsingar um Ísland.« Auðvitað hvarflaði aldrei að neinum á löggjafarþingi að framangreindu markmiði yrði náð án aðkomu hins opinbera (ekki frekar en dreifing á bréfpósti, heildsöludreifing á tóbaki, línulegar sjónvarps- og útvarpssendingar eða að landsmenn gæti tekið upp staðla án »Staðlaráðs« svo fáein dæmi séu tekin). Það sem er hinsvegar skrítnara er að engum sem farið hefur með fjárveitingavald skuli koma til hugar að skala niður rekstur stofnunar eins og Landmælinga Íslands sem nú er fullkomlega óþörf þar sem framangreindu meginmarkmiði laga er þegar náð. (Reyndar fær stofnunin aukafjárveitingu hjá ný-frjálshyggjustjórn þeirri sem nú situr sem hlýtur að jaðra við sturlun.)

Svo merkilega vill til að í þriðju grein í lögum um Landmælingar Íslands er sérkennilegt ákvæði um heimilisfesti þar sem segir að »Aðsetur Landmælinga Íslands er á Akranesi.« Telja má nokkuð öruggt að í reynd sé hér um að ræða mikilvægustu grein umræddra laga. Þó að öllum megi vera ljóst að landkostir Akraness hafi yfirburði þegar kemur að kortagerð hefur afraksturinn hinsvegar ekki verið til samræmis. Saga Landmælinga Íslands er ein sorgarsaga ef frá er talið hversu giftusamlega tókst til með flutninginn á skrifstofubúnaði upp á Akranes.

Nú hafa Loftmyndir boðið hinu opinbera í annað sinn ókeypis afnot af hinum nýja og »de-facto« kortagrunni af Íslandi gegn samningi um viðhald enda ljóst að ekki þarf lengur að verja hundruðum milljóna af almannafé í að viðhalda úreltum grunni þegar nýr er til staðar. Fyrra tilboð, sem segja má að sé sama eiginleika gætt og hið nýja, þ.e. að vera nánast of gott til að vera satt, þótti auðvitað ekki svaravert í fyrra skiptið. Nærtækasta skýringin á áhugaleysi stjórnvalda er að þau hafi talið að um lögbrot yrði að ræða þar sem grunnurinn væri ekki gerður á Akranesi.

Forsaga ófara hins opinbera nær til ársins 1998 þegar Landmælingar Íslands tilkynntu áform sín um að endurvinna gömul kort sem bandaríski herinn hafði unnið á hernámsárunum. Ekkert var til sparað í tilkostnaði eða yfirlýsingum. Hinn »nýi« stafræni grunnur ÍS50V væri »stærsta verkefni sem Landmælingar vinna að« og »bestu gæði« áttu að tryggja »sparnað fyrir samfélagið«. Sá »sparnaður« hefur nú kostað vel á annan milljarð.Allt á stafrænt form

,, …mun grunnurinn opna gífurlega marga möguleika  fyrir stofnanir og fyrirtæki og jafnvel einstaklinga….“,,Magnús segir að…eiginlega megi tala um byltingu…“,,Magnús segir um fimm ára vinnu við kortagrunninn liggja að baki hjá Landmælingum: ,,Tíminn hjá okkur sem hefur farið í þetta verkefni er orðinn um 30.000 vinnustundir og síðan höfum við keypt mikla vinnu af verktökum bæði hér heima og erlendis. Þetta er langstarsta verkefni af þessu taki sem hefur verið unnið hér á landi“

Fljótlega kom hinsvegar í ljós að tímamótaverkefni stofnunarinnar var ekki betra en svo að dæmi voru um að ár runnu upp fjöll, strandvegir voru margir hverjir neðansjávar, hús voru úti í tjörnum og stöðuvötnum, strandlína var rangt mæld o.s.frv.

Eðli málsins samkvæmt þökkuðu viðskiptavinir fyrir sig með fótunum. Viðbrögð Landmælinga Íslands voru samkvæmt hinu fornkveðna að »sælla er að gefa en selja«. Því var tilkynnt með lúðrablæstri að héðan í frá skyldi hinn ósöluhæfi ÍS50 grunnur ekki lengur verða seldur heldur gefinn. Ekki stóð á afleiðingunum, hin úreltu kort urðu þess valdandi að »nýsköpun« á Íslandi að verðmæti 100 milljónir kr. varð að veruleika!

Þrátt fyrir að hjá Landmælingum Íslands hafi ávallt verið »lögð áhersla á góða þjónustu með gildin nákvæmni, notagildi og nýsköpun að leiðarljósi« og stofnunin ítrekað valin »fyrirmyndarstofnun« hefur komið í ljós að ÍS50V grunnurinn »þjónar ekki þörfum samfélagsins sem best« eins og stendur orðrétt í frumvarpi sem umhverfisráðuneytið lagði fyrir Alþingi á síðasta ári! Efni frumvarpsins er að Landmælingum Íslands verði heimilað að búa til nýjan kortagrunn sem geti keppt við þann sem fyrir er hjá Loftmyndum.

Rekstur Landmælinga Íslands er dæmigerður fyrir íslenska stjórnsýslu þar sem umbúðir skipta meiru en innihald, reynt er að svara spurningum um hvað eigi að gera og umfram flest hvar á landinu en sjaldnast hvernig. Aldrei er spurt grundvallarspurningarinnar, af hverju.

Neðri myndin sýnir bæjarfélagið Hellu á suðurlandi í kortagrunni Loftmynda en sú wfri úr kortagrunni Landmælinga Íslands þar sem m.a. vantar einn flugvöll.

hella_loftm_tif hella_lmi_tif

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 17.10.2015 - 18:12 - FB ummæli ()

Stjórnlyndisfyrring

Að grunni til eru bara tvær gerðir stjórnmálamanna, þeir stjórnlyndu og svo þeir sem telja einstaklingum best til að sjá fótum sínum forráð. Sjálfstæðisflokkurinn er að nafni til flokkur sem aðyllist einstaklingsfrelsi en innan hans eru svartir sauðir sem í raun eru vinstri menn í ….gæru. Líklega er stjórnlyndisfyrringin orðin alger þegar stofnanirnar eru látnar heita ,,stjórnstöð“ hvort heldur er ferðamála eða annað.

Til Íslands koma 1,3m. ferðamanna á ári. París er að flatarmáli minni en stórreykjavíkursvæðið. Þangað koma 1,7m. ferðamanna á mánuði og það án stjórnstöðvar.

Kondor2

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 11.10.2015 - 14:46 - FB ummæli ()

Bábiljan um torvelt aðgengi

Sú furðulega bábilja virðist ríkja hér á landi með að embættismenn hins opinbera haldi áfengisneyslu í skefjum með einhverju sem kallað er ,,torvelt aðgengi” Með því að endurtaka kreddurnar nógu oft, breytist þær sjálfkrafa í vísindalega staðreynd.

Ofstækisfólk sem berst gegn viðskiptafrelsi með áfengi (og gjarnan fleiri neysluvörur), klifar í sífellu á hugtökum á borð við að ,,allar rannsóknir“ ýmist ,,sýni“ eða ,,sanni“ að eitthvað sem kallað er ,,aukið aðgengi“ þýði sjálfkrafa aukna neyslu. Önnur ályktun er að hin meinta aukning í neyslunni muni ekki dreifast jafnt heldur lenda alfarið á fámennum hópi áfengissjúklinga sem nái að halda fíkn sinni í skefjum með því að horfa ekki á áfengi í hillurekkum.

Fyrir það fyrsta eru auðvitað engar ,,empirískar“ rannsóknir til sem sýna eða sanna að afnám einokunarverslunar hafi í för með sér aukna neyslu. Það einfaldlega skiptir ekki máli að fullyrða um slíkt ef menn hafa engar tölulegar staðreyndir fyrir sér. Sömuleiðis skiptir engu máli þó viðkomandi beri starfsheitið, læknir, lýðheilsufræðingur eða bara alfræðingur.

Þegar sölutölur eru bornar saman milli sambærilegra landa t.d. eins og Norðurlanda, sést hinsvegar að nær væri að tala um að sala ykist samfara einokunarverslun en dragist saman þar sem viðskiptafrelsi er til staðar. Hér hefur ofstækisfólkið augljóslega endaskipti á veruleikanum.Áfenigssala í lítrum

Þeim sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju á sem flestum sviðum mannlegs lífs, er fyrirmunað að líta á einstaklinginn sem grunneiningu samfélagsins, allt snýst um hópa. Þannig verða til stórbrengluð fyrirbæri á borð við ,,jákvæða mismunun“ og neytendur áfengis eru annað hvort fýklar eða verðandi fýklar. Forsjárhyggjusinnum finnst það vera frekja og yfirgangur þeirra sem vilja eiga viðskipti sín á milli með löglegar neysluvörur án afskipta hins opinbera. Á hinn bóginn er það dæmi um umburðarlyndi og víðsýni að beita lögreglu og dómsvaldi til að fyrirbyggja slíkt.

Allir þekkja af eigin reynslu eða afspurn, dæmi um skelfilegar afleiðingar af áfengisfýkn og/eða tilfelli þar sem áfengi hefur stuðlað að einhverskonar ófarnaði með einhverjum hætti. En ef hægt er að taka slík undantekningartilfelli til hliðar, hve stórt er þá vandamálið? Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem fjallar um umfang vímuefnanotkunar í heiminum kemur meðal annars fram að rekja megi 35 af hverjum 100.000 dauðsföllum til neyslu áfengis sem samsvarar 0,0035%. Þó að erfitt sé að meta líf til fjár er augljóslega ekki hægt að réttlæta tilvist einokunarstofnunar sem kostar yfir 2 milljarða á ári að reka með tilvísun í þokukenndar hugmyndir um ótímabæra dauðdaga mælt í prómílum.

Því miður er auðvitað engin leið að reikna nákvæmlega út hver neysla Íslendinga á áfengi er þar sem erlendir ferðamenn eru ekki aðskildir og tollfrjáls varningur er ekki með í tölugögnum. Í öllu falli má gefa sér að heildarneysla hafi sannanlega aukist með tilkomu bjórsins. Þvert ofan í fullyrðingar ríkisforsjárhyggjusinna dróst hinsvegar unglingadrykkja saman auk þess sem vandamál tengt áfengisneyslu jukust ekki. Þær staðreyndir einar og sér sanna að málflutningur dómsdagsspámanna er einfaldlega rangur nú sem fyrr. Aukið aðgengi og aukið framboð hefur augljóslega ekki í för með sér aukin vandamál þó svo að heildarneysla kunni að aukast!

Í sömu skýrslu Velferðarráðuneytis er ennfremur talað um að ,,Rannsóknir hafa sýnt að aðgerðir sem draga úr aðhaldi eru til þess fallnar að auka neyslu hvaða vímugjafa sem um ræðir“. Hinsvegar er ekkert sagt um að hið svokallaða aukna aðgengi muni auka tíðni vandamála tengt áfengisneyslu. Ekki er vitnað í neinar rannsóknir enda engar slíkar til sem standast kröfur um vísindalega sönnun tilgátna. 

Einhver kjánalegasti málflutningur ríkisforsjárhyggjusinna er að viðskiptafrelsi muni hafa þríþætta afleiðingu. Fyrir það fyrsta muni úrval minnka, verð hækka en svo rúsínan í pylsuendanum að sala muni aukast, upphaflega um 30% en sú tala er nú komin í 44% auðvitað allt byggt á áreiðanlegum rannsóknum. Hér er líklega á ferðinni framlag Íslands til Ig Nobelverðlauna í hagfræði.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 25.9.2015 - 11:11 - FB ummæli ()

Áfengi og heilsuhagfræði – gölluð blanda?

Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur útlistaði nýlega í grein í Fréttablaðinu afstöðu sína gagnvart viðskiptafrelsi með löglegar neysluvörur. Í pistli sínum endurómar Gunnar varnaðarorð Borgarlæknis sem benti réttilega á að ,,mjólk væri ekki eins og hver önnur neysluvara“ og varaði því við lokun mjólkurbúða. Auðvitað var bjórinn ekki eins og hver önnur neysluvara í hugum ,,gunnara“ þessa lands og sama átti við um frjálsann opnunartíma veitingastaða. Gunnar segir að:

…árið 1997 höfðu um 50% allra nemenda í 10. bekk neytt áfengis einu sinni eða oftar síðustu 30 daga. Þetta hlutfall var komið í 11% árið 2013.

Heilsuhagfræðingurinn lætur þess ógetið hvernig þessi þróun geti haldist í hendur við að vínbúðum hefur fjölgað um nánast helming á tímabilinu í 48.

Hinsvegar fullyrðir hann að ,,tilfellum um ölvunarakstur“ muni fjölga um 7 sem hlýtur að teljast undarlegt þar sem hið svokallaða ,,aukna aðgengi“ ætti að þýða að fyllibyttur þessa lands þyrftu enn síður að keyra eftir flöskunni en ella. Gróflega áætlað væri hér um að ræða auknkngu sem væri mældi í prómílum og þó svo að efast megi um forsendur hagfræðingsins er vart hægt að ræða hvort slík spá réttlæti einokunarverslanir sem kosta skattgreiðendur yfir 2 milljarða á ári.

Gunnar lætur þess auðvitað ógetið að tóbaksreykingar ungs fólks skuli hafa farið úr rúmum 20% niður undir 5% og það þrátt fyrir að einkaaðilum sé treyst til þess að sjá um smásöluna en ríkisstofnun sér um heildsöluna. Af hverju þessu sé öfugt farið með áfengisverslun er líklega ofvaxið heilsuhagfræðinni.

Ofstæki fólks sem ekki hefur getað séð fótum sínum forráð þegar kemur að umgengni við áfengi er flestum kunnugt. Gunnar segist hafa talið áfengishillumetra í verslunum í Frakklandi en lætur þess þó ógetið að þar hefur áfengisneysla dregist verulega saman undanfarinn áratug. Með sama hætti er þess hinsvegar varla langt að bíða að offitusjúklingar hefji baráttu fyrir ,,skertu aðgengi“ matvæla þar sem ofneysla á mat veldur jú mun fleiri ótímabærum dauðsföllum en ofneysla á áfengi.Unglingadrykkja og fjölgun vínbúða

 

 

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 21.9.2015 - 15:31 - FB ummæli ()

Vinstri meinlokuhugmyndir

Ein af meinlokuhugmyndum vinstri manna hefur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið nánar tiltekið viðskiptabann Reykjavíkur á Ísrael enda afleiðingar nokkuð fljótar að koma fram. Sama á ekki við um ýmislegt annað eins og t.d. ályktanir um að hverfa frá olíuleit á Drekasvæðinu. Enn annað dæmi er neyslustýring sem miðar að fjölgun diesel bíla með mun verri mengun, sér í lagi í þéttbýli þar sem Dagur og félagar laða til sín slíkan ófögnuð með ókeypis bílastæðum. Kjarni meinlokuhugmynda er að hugtökin orsök og afleiðing eru aldrei leidd út, eina sem skiptir máli er að hlutirnir hljómi vel og skori í skoðanakönnunum líðandi stundar.

Vissulega er það skiljanlegt að vinstri menn hörfi frá sinni hugmyndafræði sem öðrum þræði byggir á að sníða af alla galla mannlegra eiginleika og upphefja meðaltöl fram yfir einstklinginn. Delluhugmyndir koma bara og fara án neinnar skírskotunar til pólitískrar hugmyndafræði og því er hægt að afleggja allt slíkt.

Goðsögnin mikla um að allir geti lifað á kostnað annarra lifir svo enn þrátt fyrir regluleg skipbrot.

Bloomberg, birtir ágætis samantekt um ástand og horfur í loftslagsmálum. Í sögulegri samantekt er athyglisvert að Margaret Thatcher skuli hafa verið fyrst leiðtoga til þess að vara við afleiðingum hlýnunar.

Screen Shot 2015-09-20 at 18.13.32

Á sama tíma barðist hún gegn vinstri mönnum sem börðust fyrir áframhaldandi brennslu kola. Vinstri menn höfðu betur um tíma og sannanlega kólnaði þegar kolaþokan, öðru nafni ,,Lundúnaþokan“ einfaldlega skyggði fyrir sólu.

Fáir afneitunarsinnar frá þessum tíma (sumir hverjir fjármagnaðir af mannvininum Muammar Gaddhafi) eru enn uppi í dag ef frá er talinn Jeremy Corbyn sem nú er orðin formaður Breska Verkamannaflokksins.

Sérstaða vinstri manna þegar kemur að mistökum er að toppa með nýjum. Gallinn við að veðja á stundarvinsældir umfram hugmyndafræði er að fyrr en síðar veðja menn á málefni sem svo fellur óvænt í vinsældum. Stjórnmál án hugmyndafræði eru hinsvegar soldið eins og stjórnskipun án stjórnarskrár. Gott dæmi um þetta er viðskiptabann á eina lýðræðisland miðausturlanda, Ísrael.

En aftur að olíuleit á Drekasvæðinu. Ísland notar olíu mest allra þjóða miðað við höfðatölu, á eftir Singapore.  Við höfum gríðarstóran flutningsiðnað (líkt og Singapore) og öll skip og flugvélar eru keyrð áfram á olíu.

Ef við myndum finna 1 milljarðs tunna olíulind á Drekasvæðinu, (myndi flokkast sem stór fundur) þá myndi skattheimtan af henni duga til að borga upp allar skuldir ríkisins.  Lindin myndi hins vegar ekki duga nema í rúman áratug til að halda Keflavíkurflugvelli gangandi.

Ferðaþjónustan, álframleiðslan, sjávarútvegurinn, auk alls inn- og útflutnings  er drifið áfram af olíu.  Því verður ekki breytt næstu áratugina. Að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu hefði ekkert að gera með umhverfismál heldur væri að einu og öllu leiti stefnt gegn hagsmunum Íslands. Þar eru vinstri menn auðvitað á heimavelli eins og sást í Icesave málinu og svo aftur í viðskiptabanninu á Ísrael.

En hvað með mengunarslys?
Því er til að svara að 75% af olíu í höfunum er þar vegna náttúrunnar sjálfrar, jarðhræringa sem losa um kolvetnislindir á botni sem aftur fljóta uppá yfirborðið,  22% er vegna sjóslysa og 3% vegna vinnslu á olíu.
Um 90% af olíu sem finnst er notuð til að knýja farartæki.  Gas sem finnst er mest notað til að búa til raforku auk áburðar ofl.  Kol menga allt að 100 sinnum meira en gas við raforkuframleiðslu og mun meira en olía.
Einsog olíumálum hefur verið stillt upp þá virðist fólk halda að olía sé af hinu vonda, sem hún er alls ekki.  Án olíu værum við ennþá í iðnbyltingu sem knúin væri af kolum og öðrum orkugjöfum sem menga margfalt.
Þó að baráttumál vinstri flokka lifi lengur en flokkarnir sjálfir eru þau engu betri fyrir vikið.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 13.9.2015 - 14:50 - FB ummæli ()

Vinstri menn fagna Corbyn

Ögmundur Jónasson fagnar kosningu rugludallsins Jeremy Corbyn og kennir Verkamannaflokkinn við:

…þjónkun við fjármálavald og markaðshyggju. ….en svo samgróinn varð hann peningavaldi og hernaðarhyggju við þá katla í stjórnartíð Blairs og Browns að iðulega var erfitt að greina á milli forystumanna Verkamannaflokksins og svo aftur hægri mannanna í Íhaldsflokknum breska.

Ögmundur kannast auðvitað ekkert við neina ,,þjónkun við fjármálavald“ þó hann hafi tryggt erlendum kröfuhöfum Álftanes kr.350 milljónir af almannafé úr Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga vegna nauðasamninga sem kröfuhafar hefðu annars þurft að afskrifa því sveitarfélög eru jú ekki aðfararhæf.

Ögmundur sat líka í ríkisstjórn sem fjármagnaði 25% af efnahagsreikningi Arionbanka og gaf síðan erlendum kröfuhöfum eignarhlutinn.

Ögmundur styður rekstur ÁTVR þar sem tóbaksgjald er notað til þess að niðurgreiða smásöluverslun á áfengi fyrir áfengisinnflytjendur en stofnuninni sjálfri er óheimilt að flytja inn eigin söluvörur að kröfu innflytjenda. Ögmundur rökstyður svo með orwellskum hætti að einokunarverslanir tryggi best lágt vöruverð og gott vöruúrval.

Ríkisstjórn Ögmundar studdi svo að sjálfsögðu þegar NATO var breytt úr varnarbandalagi í árásárbandalag með innrásinni í Líbíu.

 

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 26.8.2015 - 21:29 - FB ummæli ()

Ríkisforsjárhyggja

Amazon launching one-hour booze delivery in Seattle

Íslenskum neitendum er heimilt að versla vín af hvaða vínsölu sem er, svo fremi að seljandinn hafi heimilisfesti erlendis og borgi ekki skatta og skyldur hér á landi.

Hraðsendingarfyrirtæki og Íslandspóstur afgreiða svo pakkann heim í hús.

Þetta fyrirkomulag er í boði þessara einstaklinga sem treysta ekki samlöndum sínum fyrir viðskiptafrelsi með löglegar neysluvörur:

Forneskjur

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 21.8.2015 - 10:22 - FB ummæli ()

Vín í matvöruverslun…….

Leikföng, fatnaður, matvara, já og áfengi í boði hins opinbera.

Leikföng, fatnaður, matvara, já og áfengi í boði hins opinbera.

 

Titill þessarar færslu er ekki tilvísun í einhverja fjarlæga framtíð heldur vill svo til að á Kópaskeri er rekin vínverslun inni í matvöruversluninni sem auðvitað er bara til eftirbreytni og gildir einu þó svo að í forgrunn megi sjá leikföng og fatnað, já og matvöru í bakgrunn.

Það heimskulega við þessa annars ágætu útfærslu er að þessi ,,búð í búð“ sem velti 1,4m í Desember á síðasta ári, skuli vera rekin af hinu opinbera. Opnun verslunarinnar er kynnt í árrsskýrslu ÁTVR sem liður í markmiði stofnunarinnar með að:

Stöðugt er unnið að því að þétta net Vínbúða um allt land…

…sem svo aftur er væntanlega í samræmi við  hugmyndir sumra þingmanna og Landlæknisembættisins um hið svokallaða ,,skerta aðgengi“

Öllum má ljóst vera að sérverslun með starfsmann eða starfsmenn sem afgreiða vörur fyrir kr. 40.000 á dag í veltumesta mánuði ársins, getur aldrei staðið undir sér. Fyrir utan algert rökleysi fyrir einokunarverslun ríkisins, ættu íslendingar öðrum þjóðum að þekkja betur mikilvægi viðskipta- og atvinnufrelsis.

Rökleysan með ÁTVR er nánar tiltekið í boði eftirfarandi þingmanna:

Forneskjur

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur