Laugardagur 21.3.2015 - 18:30 - FB ummæli ()

Hræðileg stofnun

Ronald Reagan sagði að hræðilegustu orð í enskri tungu væru ,,I’m from the government and I’m here to help“. Sama mætti segja ef einhver óskaði eftir vegvísun frá Landmælingum Íslands þar sem vegir liggja úti í sjó, ár renna upp fjöll og hús standa úti í stöðuvötnum.

Landupplýsingar og álitamál þeim tengdum eru fyrirbæri sem líklega hvíla ekki þungt á herðum landsmanna enda þarf enginn á aðstoð hins opinbera að halda á því sviði. Ástæðan er sú að löngu áður en að hið opinbera gafst upp á að selja úrelt kort unnin af dönsku og bandarísku herforingjaráðunum, höfðu einkaaðilar þegar fyllt upp í skarðið með nýjum kortagrunnum. Meginatriði málsins er vitaskuld að þegar réttir kortagrunnar og kort eru til staðar er jú engin þörf á röngum tja, nema í sjálfhverfum ríkisrekstri.

Fyrir nokkrum árum gerði einkafyrirtækið Loftmyndir ehf. allnýstárlegt tilboð til hins opinbera sem flestir myndu álíta að væri af þeirri gerðinni sem ekki væri hægt að hafna. Alls hljóðaði tilboðið upp á að Loftmyndir tækju yfir allan rekstur og skuldbindingar Landmælinga Íslands en gæfu nýjan og réttan, kortagrunn af öllu landinu almenningi til afnota endurgjaldslaust.

Á þessum tíma þótti sýnt að þrátt fyrir kr. 270m framlög hins opinbera á hverju ári til hinnar þarflausu stofnunar myndi hún aldrei geta skilað af sér nothæfum kortagrunni. Landmælingar Íslands eru í raun óskiljanlegt dæmi um hvernig hið opinbera getur safnað um sig óþörfum stofnunum sem engum afrakstri skila. Hvað myndu menn segja ef Veðurstofan hvorki mældi veður né miðlaðið veðurspám?

Þó að tilboð Loftmynda hafi hljóðað upp á 50% lækkun útgjalda hins opinbera, þótti það ekki svaravert af stjórnmálamönnum. Nú hinsvegar bregður svo við að þó að afraksturseymd stofnunarinnar blasi við, flytur núverandi umhverfisráðherra frumvarp um að nú skuli gefið í, lögum breytt og skuli stofnunin gera nýjan kortagrunn í samkeppni við þá sem fyrir eru á markaði. Röksemdir með frumvarpinu eru með því kostulegra sem sést hefur, hinn nýji kortagrunnur á ekki að kosta neitt, hvorki skattgreiðendur eða notendur og tvíverknaðurinn skal fyrirbyggja tvíverknað!

Landupplýsingaþekjur

Landupplýsingagrunnur inniheldur lagskipt gögn með upplýsingum sem teiknuð eru upp úr þrívíddarmyndkortum. Dæmi um afleidd gögn eru t.d. vegakort/ferðakort af afmörkuðum svæðum, hvort heldur er útprentað eða á stafrænu formi.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 14.3.2015 - 14:28 - FB ummæli ()

Varla-heiði!

Kjördæmapotarar allra flokka á Eyjafjarðarsvæðinu hafa réttlætt hin gölnu Vaðlaheiðargöng með tvennum rökum. Fyrir það fyrsta að um sé að ræða þvílíkann farartálma á þungri umferðaræð að ekki verði við unað. Í annan stað muni umferð ferðamanna aukast verulega enda vilji slíkir skoða fjöllin að innan en ekki utan.

Af einhverjum ástæðum hefur kjördæmapoturum á suðurlandi ekki enn dottið í hug að berjast fyrir göngum í gegnum Hellisheiði með sömu rökum. Þó er meðalumferð um Hellisheiði margföld á við Vaðlaheiði og skv. tölum vegagerðarinnar hefur Hellisheiðin verið lokuð í um 116 klukkustundir í vetur en Víkurskarðið 113.

Reiknað hefur verið út að tap á Vaðlaheiðargöngum verði a.m.k. 4,3 milljarðar og var þá ekki reiknað með að framkvæmdin væri nú þegar orðin einu ári á eftir áætlun. Engum dettur í hug að skera þurfi niður í heilbrigðis og menntakerfi fyrir því tapi.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 11.3.2015 - 16:53 - FB ummæli ()

Báknið blæs út

Mannfjöldi 325.671

Heildartekjur ríkissjóðs 644.500.000
Tekjur hins opinbera af þegnum landsins Kr 1.978.991 pr íbúa.
…og embættismennirnir spila kapal á milli viðtala…..
Páll Winkel

Páll Winkel fangelsismálastjóri gefur viðtal milli leikja

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 1.2.2015 - 17:14 - FB ummæli ()

Nútímalegi jafnaðarforinginn

Árni Páll flokkast eins og allir vita sem ,,nútímalegur jafnaðarmaður“ reyndar svo nútímalegur að hann hefur engan tíma fyrir gamlar yfirlýsingar eða loforð. Sem betur fer hefur engin blaðamaður spurt hvað það þýði að vera nútímalegur jafnaðarmaður og þá í hverju aðgreiningin frá hinum felst.

Árni Páll hefur verið einn af ötulum talsmönnum þess að sú sóun sem stunduð er með rekstri sérverslana með áfengi verði aflögð og hefur meira að segja verið meðflutningsmaður að slíkum tillögum.

Yfirlýstar skoðanir Árna eru um markt nútímalegar eins og t.d:

,,Hér hefur verið landlæg fákeppni og einokun og pólitískt vald og viðskiptavald verið samtvinnað“….,,Í fljótu bragði man ég bara eina breytingu í frjálsræðisátt sem varð fyrir algerlega innlenda baráttu og það var þegar bjórbannið var afnumið fyrir réttum aldarfjórðungi“

Nú þegar fyrir liggur frumvarp um að afglæpavæða þann gerning ef tveir einstaklingar vilja eiga viðskipti sín á milli með löglega neysluvöru án milligöngu ríkisins, liggur fyrir að Árni Páll og hinir nútímalegu jafnaðarmennirnir í Samfylkingunni, ætla ekki að styðja frumvarpið þar sem það sé ,,lítilfjörlegt“ Enginn fréttamaður hefur þó spurt Árna Pál sömu spurningar og han spurði sjálfur 2007: ,,hver eru rökin fyrir óbreyttu ástandi?“

Árni Páll

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 26.12.2014 - 16:37 - FB ummæli ()

F.M.E. – ,,Ferðumst Meira Erlendis“

FME er eitt áþreifanlegasta dæmið um að falskt öryggi er verra en ekkert, soldið eins og öryggisbelti sem ekki grípa við árekstur. Öfugt við það sem margir halda hafði FME blásið út fyrir 2008 með reglugerðarfargani sem tryggði flesta hluti aðra en fjármálaöryggi.

Bankastarfsemi snýst um að taka peninga að láni og lána út aftur til lántakenda sem líklegir eru til að endurgreiða með vöxtum. Undantekningin frá þessu er fjárfestingabanki ríkisins á Sauðárkróki ,,Byggðastofnun“ sem sérhæfir sig í útlánum til aðila sem ekki geta greitt til baka. Með síðarnefndri fjármálastarfsemi þarf ríkið skiljanlega ekki að hafa neitt eftirlit frekar en að Samkeppniseftirlitið hafi eftirlit með einokunarversluninni ÁTVR.

Viðbrögð stjórnsýslunnar við stóra álitshnekknum 2008 var að kasta meiri peningum á vandamálið, stækka FME og taka stofnunina af fjárlögum í nafni sjálfstæðis. Þar með var svo látið líta út að hinir fégráðugu bankar borguðu reksturinn frekar en viðskiptavinirnir. Að auki var stofnunin flutt í dýrasta skrifstofuhús landsins til ímyndarauka. Þó breyttist starfsemi bankanna yfir nóttu frá því að vera alþjóðleg stórfyrirtæki í einfalda sparisjóði með offituvandamál. Sérstaklega er vert að geta þess að engin erlend starfsemi er stunduð, engar flóknar afleiður, gjaldmiðlakrossar eða slíkt. Engum hefur þó dottið í hug að hægt sé að skera mörina af stærsta fjármálaeftirlit heims.

Nýtt og ...FME í dýrustu skrifstofubyggingu landsins

Nýtt og …FME í dýrustu skrifstofubyggingu landsins

Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni fara um þrjú ársverk starfsmanna á hverju ári í ferðalög erlendis. Þetta hlýtur að teljast vel í lagt með tilliti til þess að stofnunin hefur jú ekki eftirlit með einni einustu erlendri fjármálastofnun!

Á síðustu þremur árum hafa starfsmennirnir ferðast meira en 400 sinnum til útlanda sem kostað hefur almenning í þessu landi yfir 130 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru útlandareisurnar þó ekki hluti af starfskjörum starfsmanna. Ætla má því að tilgangur slíkra ferða hljóti að vera ýmist til að mennta starfsfólkið eða að það mennti aðra, nánar tiltekið í útlöndum. Segja má að FME hafi gefið hugtakinu ,,símenntun“ nýja og víðtækari merkingu. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hafa starfsmenn haldið 5 kynningar í framangreindum 400 ferðum, þar af tvær á skjalageymslum stofnunarinnar sem ýmist eru ,,short term“ eða ,,long term“

Líklega verður seint of mikið gert úr því að kynna merkilegar skjalageymslur á erlendri grundu.

Skjalageymslur FME, hverrar kynningar virði

Skjalageymslur FME, hverrar kynningar virði

Í ,,Upplýsingastefnu“ kemur fram að stofnunin leggi áherslu á að ,,Að miðla þekkingu um alþjóðlegt samstarf stofnunarinnar á sviði fjármálaeftirlits.“ Engar slíkar upplýsingar er hinsvegar að finna á vef stofnunarinnar enda ámóta þörf á erlendu samstarfi og hjá Þjóðmynjasafninu í meðalári svo tekið sé dæmi af handahófi.

Í kynningum stofnunarinnar kemur fram að gerð sé sú lágmarkskrafa til stjórnenda fjármálafyrirtækja að þeir hafi það sem kallað er ,,Unblemished reputation“ eða óflekkað mannorð án þess að geta þess að stofnunin geri ekki slíka kröfu til eigin stjórnarmanna. Hvergi er minst orði á aðhald í rekstri enda hefur engin eftirlit með eftirlitinu.

 

 

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 23.12.2014 - 11:03 - FB ummæli ()

Jólakortið í ár

Myndin sýnir skattgreiðendur reyna að halda aftur af útþenslu og skuldsetningu hins opinbera.

Jólakortið í ár

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 14.12.2014 - 11:52 - FB ummæli ()

Bóksala

Ríkið hækkar virðisaukaskatt á bækur sem líklega mun flýta fyrir hnignun hefðbundinnar bókaútgáfu. Lesbretti á borð við Amazon Kindle eru ótal kostum gædd sem hljóta fyrr eða síðar að útrýma leifum af dauðum trjám til miðlunar á texta.

Stjórnmálamenn sem halda að þeir geti skattlagt niðurhal gagna af netinu með virðisaukaskatti, skilja einfaldlega ekki netið.

Rafbækur eru ekki bara hagkvæmari kostur heldur býður upp á ótal notkunarmöguleika, sér í lagi þegar kemur að námsbókum sem pappírsbækur geta aldrei jafnað. Fyrir rithöfunda er mun auðveldara að gefa út bækur, t.d. í gegnum Amazon ,,direct publishing“ á innan við einum sólarhring.

Screen Shot 2014-12-14 at 11.45.40

 

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 13.12.2014 - 12:13 - FB ummæli ()

,,Stórkostleg skerðing á lífskjörum alþýðunnar“

Viðskiptafelsi hefur alltaf átt undir högg að sækja þó fátt tryggi betur lífsgæði almennings, jafnt hér á landi sem erlendis. Að jafnaði bregðast vinstri menn ekki röngum málstað þegar kemur að verslunarhelsi. VG telur að helsið færi þjóðinni arðinn af versluninni. Gáfuðustu forsjárhyggjusinnarnir telja að unglingadrykkja aukist ef ,,aðgengi“ aukist en leggja þó ekki til að ríkið taki yfir rekstur útsölustarfsemi á veitingastöðum. Háskólaprófessor mærir höftin af því að án þeirra muni ,,lífskjör hrynja“

Það er fátt nýtt undir sólinni hjá ríkisforsjárhyggjusinnum:

Frjáls verslun og gengislækkun

 

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 13.12.2014 - 11:44 - FB ummæli ()

Ríkisforsjá

Stjórnmálamenn takast sjaldan á um hvort heldur hvernig haga beri forræðishyggjunni. Vinstri menn vilja hækka skatta og setja lög og reglur sem myndu þá fela í sér að innan tíðar yrði Leifsstöð fyrsta fríhöfnin í heiminum sem seldi bökunarsykur enda eiga manneldissjónarmið ekki við um þá sem ferðast á milli landa. Reyndar vantar enn lög um hámarksskammt eins og nú er með áfengi.

Ekkert er nýtt undir forræðishyggjusól vinstri manna.

Sykurskammtur

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 12.12.2014 - 19:23 - FB ummæli ()

Einokun og áfengisneysla

Talsmenn einokunarverslunar hafna viðskiptafrelsi og benda á máli sínu til stuðnings að einokunarverslanir norðurlanda, með ,,heftu aðgengi“ dragi úr neyslu áfengis. Engin leið er að þakka viðskiptafrelsi í suður hluta Evrópu fyrir minnkandi áfengisneyslu frekar en að hægt sé að kenna ríkiseinokunarverslunum norðurlanda um aukna neyslu.

nordic southern

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur