Færslur fyrir flokkinn ‘Dægurmál’

Þriðjudagur 20.02 2018 - 22:17

GUÐ BLESSI ÍSLAND

Í upphafi sviðsverksins “Guð blessi Ísland” sitja persónur og leikendur á víð og dreif á hvítum garðstólum, þegja og horfa með alvarlegum augum framan í áhorfendur. Einhver hafði, því miður, hvíslað þögninni að mér og því kom hún mér ekki á óvart. Hitt var þó, að nokkuð óþol safnaðist í líkama og sál, þrátt fyrir […]

Sunnudagur 11.02 2018 - 17:57

MANNLAUS VIÐSKIPTI

Menning er að gera hlutina vel. (Þorsteinn Gylfason) Hvers konar tækni tekur yfir fleiri og fleiri verksvið manna og nú er talað um nýja iðnbyltingu með „kunnáttu“ tölva til að skilja mælt mál. Þá getur hver sem er beðið tækin um eitthvað og spurt tækin spurninga um hvaðeina sem vistað er á tölvuskrám. Ef tæknin […]

Fimmtudagur 01.02 2018 - 13:38

Hreðjatak heimskunnar

Sú var tíð að einn maður ríkti yfir einu landi, þannig að hann setti lögin, lét framkvæma þau og dæmdi, ef út af brá; þetta endaði víða með ósköpum eins og allir vita. Á upplýsinga- og uppljómunartímanun (enlightenment) setti Montesquieu (Charles-Louis de Secondat, Baron de La Brède et de Montesquieu) fram hugmyndir sínar um þrískiptingu ríkisvaldsins og byggði þær á stjórnkerfi Rómverska lýðveldisins til forna og Breska stjórnkerfinu. Montesquieu lést […]

Föstudagur 26.02 2016 - 12:42

Íslandsklukkan

„Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á Þingvöllum við Öxará, fest við bjálka uppí kverkinni. Henni var hringt til dóma og á undan aftökum. Svo var klukkan forn að einginn vissi leingur aldur hennar […]

Laugardagur 13.02 2016 - 18:11

Við lifum á undarlegum tímum

„Þetta voru beztu tímar og hinir verstu, öld vizku og öld heimsku, trúarskeið og skeið vantrúar, árstíð ljóss og árstíð myrkurs, vordagar vonarinnar og vetur örvæntingarinnar. Við áttum allt í vændum, við áttum ekkert í vændum, við vorum öll á hraðri leið til himna, við vorum öll að fara beint til helvitis, í stuttu máli […]

Þriðjudagur 16.12 2014 - 16:11

HRINGLSDROTTINSSAGA HRÍMLANDS.

Í Hrímlandi eru tvö héruð og er annað Mondor og þar eru hinir megandi vel en hitt er Aldor þar sem hinir lítt megandi dvelja. Mondorar ráða yfir Aldorum bæði vegna mikilla fjársjóða og svo hins að þeir hafa ævinlega tögl og hagldir í flestu sem þeir vilja. Munnmæli herma að eitt sinn hafi Aldorar […]

Höfundur

Ásgeir Beinteinsson
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og var skólastjóri í Háteigsskóla frá 1997 til 2016, þar áður aðstoðarskólastjóri skólans frá 1991. Stjórnmál hafa verið áhugamál í tómstundum mínum frá 2005.  Það er mikilvægt að finna leiðir til að sinna ábyrgð borgaranna á stjórnmálum með því að virkja áhuga þeirra og tryggja regluleg áhrif á framvindu og þróun samfélagsins. Þessi áhrif geta verið formleg innan stjórnmálaflokks og óformleg með aðhaldi gagnrýninnar, upplýstrar og kurteisrar samræðu. Kosningar á fjögurra ára fresti duga borgurunum ekki í nútíma samfélagi sem breytist hratt.
RSS straumur: RSS straumur