Færslur fyrir flokkinn ‘Spaugilegt’

Sunnudagur 11.02 2018 - 17:57

MANNLAUS VIÐSKIPTI

Menning er að gera hlutina vel. (Þorsteinn Gylfason) Hvers konar tækni tekur yfir fleiri og fleiri verksvið manna og nú er talað um nýja iðnbyltingu með „kunnáttu“ tölva til að skilja mælt mál. Þá getur hver sem er beðið tækin um eitthvað og spurt tækin spurninga um hvaðeina sem vistað er á tölvuskrám. Ef tæknin […]

Þriðjudagur 16.12 2014 - 16:11

HRINGLSDROTTINSSAGA HRÍMLANDS.

Í Hrímlandi eru tvö héruð og er annað Mondor og þar eru hinir megandi vel en hitt er Aldor þar sem hinir lítt megandi dvelja. Mondorar ráða yfir Aldorum bæði vegna mikilla fjársjóða og svo hins að þeir hafa ævinlega tögl og hagldir í flestu sem þeir vilja. Munnmæli herma að eitt sinn hafi Aldorar […]

Föstudagur 07.12 2012 - 11:12

NÝTT KORTATÍMABIL

Brátt eykst taktfastur gangurinn í hljómkviðu fótatakanna á glampandi steingólfum með tinandi endurvarpi marglitra ljósanna þar sem hamingjan er til sölu í gjafaumbúðum. Hljómstjórinn lyftir sprotanum kreditkortinu og segir: Það er komið nýtt kortatímabil.   Suðið og brestirnir í nýjum og notuðum vetrardekkjum syngja eftirvæntingarsönginn við klettabelti húsanna á leið í söluhallir hamingjunnar. Það er […]

Sunnudagur 13.02 2011 - 16:29

STJÓRNMÁLAMAÐURINN SEM DÓ!

Það var frost og moldarblandaður malarstígurinn var hvítfextur á börmum hjólfaranna sem skreyttu hann ormaskrauti. Það ískraði í lúnu og ryðguðu spjótahliðinu þegar ég gekk inn í garðinn sem skildi á milli lífs og dauða. Þarna var Íslendingum raðað ofan í jörðina tilviljunarkennt eins og þeir væru allir jafnir en eina ójafnræðið var fólgið í […]

Sunnudagur 23.01 2011 - 12:22

ÞJÓÐIN OG DORRITT

Líf hennar hófst af ótrúlegri dirfsku en jafnframt miklu hugrekki og hún átti og á afrek sem vakið hafa heimsathygli frá þessum tíma. Svo komu ár, áratugir og aldir sem hún var eiginlega í fangelsi eða innilokuð; ekki ósvipað og Dorritt.  Síðan kom ríkidæmið að utan með aðkomufólki heldur ekki ósvipað og var með Dorritt. […]

Höfundur

Ásgeir Beinteinsson
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og var skólastjóri í Háteigsskóla frá 1997 til 2016, þar áður aðstoðarskólastjóri skólans frá 1991. Stjórnmál hafa verið áhugamál í tómstundum mínum frá 2005.  Það er mikilvægt að finna leiðir til að sinna ábyrgð borgaranna á stjórnmálum með því að virkja áhuga þeirra og tryggja regluleg áhrif á framvindu og þróun samfélagsins. Þessi áhrif geta verið formleg innan stjórnmálaflokks og óformleg með aðhaldi gagnrýninnar, upplýstrar og kurteisrar samræðu. Kosningar á fjögurra ára fresti duga borgurunum ekki í nútíma samfélagi sem breytist hratt.
RSS straumur: RSS straumur