Í fréttum RÚV í kvöld var fjallað um það að íbúðauppbyggingin gengur of hægt fyrir sig og eftirspurn sé langt umfram framboð. Nú séu 1887 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Hér er linkur á umfjöllunina: http://www.ruv.is/frett/ekki-byggt-nogu-hratt Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kemur fram að það þurfi að byrja byggja um 700 íbúðir á ári. Í Reykjavík […]
Borgin hefur ekki verið með fjölbýlishúsalóðir til sölu með feiri en fimm íbúðum lengi. Á árinu 2015 úthlutaði borgin engri fjölbýlishúsalóð með fleiri en fimm íbúðum. Nú eru komnir þrír mánuðir síðan Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram fyrirspurn í borgarráði um það hvaða 10 lóðir það væru sem borgin úthlutaði síðast með fleiri en fimm íbúðum. […]
Það er staðreynd að fjárhagsstaða borgarinnar er mjög slæm. Það er líka staðreynd að biðlistar eftir grunnþjónustu borgarinnar eru mjög langir. Í árslok 2015 voru samtals 2.304 umsækjendur á biðlista eftir húsnæði, stuðningsþjónustu og sérfræðiþjónustu skóla, þ.e. 535 voru á biðlista eftir stuðningsþjónustu, 690 börn voru á biðlista eftir greiningu hjá þjónustumiðstöðvum borgarinnar, 723 voru á […]
Í nóvember 2015 var málþing um húsnæðisuppbygginguna í Ráðhúsinu. Þar fór borgarstjóri meðal annars yfir það hvað verktakar eru að byggja og hvað þeir ætla að byggja í borginni. Á málþinginu kom í ljós að uppbyggingin gengur hægar fyrir sig en borgarstjóri var áður búinn að spá. Í mars 2014 spáði borgarstjóri, þá sem formaður […]
Engar fjölbýlishúsalóðir eru til sölu eða hafa verið til sölu í mörg ár með fleiri en 5 íbúðum. Það er hins vegar stefnt að því að úthluta lóðum á næstu misserum. Það tók Dag 8 vikur að svara þessu. 8 vikum síðar Á fundi borgarráðs í gær 14. janúar lagði Dagur borgarstjóri loksins fram svör […]
Á fyrsta fundi borgarráðs á nýju ári sem haldinn var í dag lagði undirrituð fram níu fyrirspurnir sem lúta m.a. að stöðu á biðlistum og kostnaði vegna utanlandsferða kjörinna fulltrúa á árinu 2015 sundurliðað eftir stjórnmálaflokkum og eina tillögu sem lýtur að úttekt á eineltismálum í skólum borgarinnar. Fyrirspurnir: Óskað eftir upplýsingum um það hvað Félagsbústaðir […]
Á heimasíðu Þjóðskrár Íslands www.skra.is er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum. Þar er m.a. að finna upplýsingar um fjölda og skiptingu íbúða eftir sveitarfélögum í árslok hvers árs frá árinu 1994 til og með 2014 og hvernig íbúðirnar skiptast í einbýli og fjölbýli frá 2011 til ársloka 2014. Í árslok 2014 voru samtals 50.914 […]
Hinn 1. september sl. voru 723 umsæjendur á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Þar af voru 529 metnir í brýnni þörf. Auk þess voru 643 umsækjendur á biðlista sem leigja húsnæði á almennum markaði og fá sérstakar húsaleigubætur. Alls voru því 1.366 umsækjendur skráðir á biðlista. Af þeim 529 umsækjendum sem metnir eru í […]
Lausnin á húsnæðisvandanum er ekki almenni leigumarkaðurinn. Almenni leigumarkaðurinn er dýrasti og óöruggasti kosturinn. Lausnin felst heldur ekki í hækkun húsaleigubóta á almenna leigumarkaðnum enda mun það bara hafa í för með sér hækkun á húsaleigu. Frá árinu 2011 hefur eftirspurn eftir leiguhúsnæði verið langt umfram framboð og leiguverð hækkað verulega. Á heimasíðu Neytendasamtakanna má […]
Reykjavíkurborg hefur staðið sig mjög illa í að fjölga félagslegum leiguíbúðum frá árinu 2009 og hefur þeim fækkað síðustu 5 árin eins og fram kemur í tilkynningum Félagsbústaða til Kauphallarinnar. Húsnæði í eigu Félagsbústaða skiptist í þrjá flokka, þ.e. almennar félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og þjónustukjarnar fyrir fatlað fólk. Í fréttatilkynningu Félagsbústaða til Kauphallarinnar […]