Ég var að festa son minn í bílstólinn um daginn fyrir utan hús. Undir húsgaflinum stóð ungur maður og reykti. „Mamma, hann er að blása á bílinn okkar!“ – sagði barnið. Móðirin varð stolt og glöð að þriggja ára gamalt barnið skyldi ekki einu sinni vita hvað reykingar væru, fagnaði breyttum tímum þar sem reykingar væru ekki sjálfsögð athöfn í […]
Í nokkra daga hef ég klórað mér í hausnum yfir meintri 3000 manna fjölgun opinberra starfsmanna, sem Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði frá í fjölmiðlum og heimfærði á gögn úr vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. (sjá http://www.visir.is/article/20100927/FRETTIR01/231913240) Hvar gæti þetta fólk mögulega verið að finna? Næstum því jafnmargt og allur mannafli Landspítala? Á tímum þegar „náttúruleg afföll“ eru látin […]
Góðu fréttirnar frá Alþingi þessa dagana: -þar kunna menn fullvel að reisa skjaldborg. Slæmu fréttirnar: -rangan snýr út.
Í tilefni af umræðu sem heyrst hefur ómur af undanfarið um mismunandi slátrunarsiði og það hvort einn hópur geti etið ket sem slátrað er samkvæmt hefðum – og jafnvel undir bænum – annars, finn ég mig knúna til að játa eftirfarandi: Ég gæti sem best trúað því að ég hafi í gegnum tíðina innbyrt kynstrin öll […]
„Niðurskurður er óumflýjanlegur, hann mun nema a.m.k. 20% af kostnaði opinberrar þjónustu, hann skal ekki vera flatur. “ Nokkurn veginn svona dreg ég saman málflutning stjórnvalda um staðreyndir þær sem blasa við í opinberum rekstri. Þegar spurt er um stefnuna í rekstrinum, hvort sem er á samdráttarskeiðinu sjálfu eða að því loknu, hafa svörin oftast verið á þá leið, að […]
Ja þetta þjóðfélag sem maður býr í og „umræðan“ sem kennd er við það! Eftir að hafa umborið maaarga mánuði af hagfræði-jargoni þar sem fjölmiðlar matreiddu – að því er virðist ofan í almenning – alls kyns fróðleik um skuldatryggingarálag, punkta og lánalínur í stærðum sem flest okkar heyrðum varla nefndar á okkar skólagöngu (ég man að minnsta kosti ekki hvernig kubburinn […]
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bætti í morgun grein í ritröð sína um ástand þjóðarskútunnar og stefnu hennar í heimsins ólgusjó, undir fyrirsögninni „Landið tekur að rísa!“ (Fréttablaðið 25. ágúst 2010) Það er ekki laust við að forystufólk Bandalags háskólamanna (BHM) taki til sín skilaboðin, sem birt eru í úrklippu á forsíðu blaðsins, þar sem fjallað er […]
Á hverju hausti síðustu 6 ár þarf ég að anda djúpt og telja upp að tíu yfir hinu merkilega fyrirbæri sem eru innkaupalistar grunnskólabarna. Þetta virðist einhvern veginn ekki venjast vel, heldur bara valda síauknum pirringi… Hvers vegna í ósköpunum þarf hver einasta fjölskylda (lesist(oftast): mamma) að fara í leiðangur eftir plastvösum sem opnast að ofan, […]