Miðvikudagur 16.02.2011 - 21:55 - FB ummæli ()

Íslenskir skósólar

Icesave var samþykkt og leggjast því 26 milljarðar við útgjöld ríkissjóðs á þessu ári. Stuðningsmönnum samningsins er því ekkert að vanbúnaði að finna leiðir til að fjármagna kostnaðinn.

Nú þarf forseti okkar að velta því fyrir sér hvort hann setur Icesave í hendur þjóðarinnar. Ég tel það mjög æskilegt. Það sem skiptir mestu máli er ef þjóðin samþykkir samninginn þá er ekki hægt að kvarta yfir skorti á lýðræði né skamma neinn nema þjóðina. Auk þess er það mikilvægt að þjóðin sjálf velti kostum og göllum samningsins fyrir sér. Það er allt of algengt að almenningur velti þessu lítið fyrir sér en slík hegðun var megin orsök hrunsins 2008.

Reyndar hefur bankahrunið og eftirleikur þess opinberað fyrir okkur almenningi hvað valdhafarnir eru fúnir og spilltir. Það er ein helsta skýringin á almennu áhugaleysi almennings á stjórnmálum. Hver hefði til að mynda trúað því að Ögmundur hefði svo gaman af því að vera ráðherra að hann samþykkir ekki bara Icesave heldur þegir líka þunnu hljóði bæði um AGS og Magma.

Að auki bera erlendir fréttamenn í mig sögur af skjálfandi íslenskum blaðamönnum sem þora ekki að gagnrýna nokkurn skapaðan hlut sem gæti ógnað atvinnuöryggi þeirra.

Það er ekki skrítið að Evrópusambandið nái alltaf sínum bestu samningum við önnur ríki þegar þau eru á hnjánum. En það svíður þó mest undan íslensku skósólunum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur