Sunnudagur 27.03.2011 - 20:01 - FB ummæli ()

imagine

Hugsið ykkur veröld án peninga, bara í smá stund. Veltum fyrir okkur Evrópu. Þar eru allir að framleiða eitthvað og án peninga væru menn að skiptast á vörum. Tímafrekt en virkaði vel í den. Vöruskiptin höfðu engan sérstakan kostnað í för með sér nema óhagræðið við að finna sér viðskiptafélaga sem vildi það sem þú hafðir upp á að bjóða. Peningar komu síðan sem millistig í verslun með verðmæti. Peningar eru því ávísun á verðmæti. Ef Jón lætur t.d. kaupmanninn hafa 100 kindur þá getur kaupmaðurinn skrifað á pappír að Jón eigi inni hjá sér andvirði 100 kinda. Í dag leggjum við fram vinnuframlag okkar til atvinnurekandans og er það okkar kindur, okkar framleiðsla. Í staðinn fáum við ávísun á framleiðslu okkar, vinnutímana. Ávísunin á framleiðslu okkar eru peningarnir og á Íslandi heita þeir krónur.

Nú hagar því svo til að ef atvinnurekandi hefur mann í vinnu hjá sér, segjum í 10 klst. á 1000 kr. hvern tíma, þá skuldar hann honum laun fyrir vinnuna, þ.e. 10 þúsund krónur. Atvinnurekandinn gæti greitt með öðrum vörum eða þá unnið eitthvað fyrir launamanninn sinn, bónað bílinn hans eða eitthvað annað. Atvinnurekandinn gæti líka skrifað á miða að launamaðurinn hefði unnið fyrir sig sem jafngilti 10 þúsund krónum. Launamaðurinn gæti því farið í Bónus með miðann og keypt vörur þar fyrir 10 þúsund krónur. Einfalt og ódýrt.

Atvinnurekendur geta ekki búið til peninga á þennan hátt að vild heldur er það hlutverk banka. Til að fá fyrfram prentaða pappírsmiða til að greiða launamannininum laun þarf atvinnurekandinn að fara í bankann og fá papírsmiðana eða peningana þar. Til þess að fá 10 þúsund krónurnar þarf atvinnurekandinn að taka þær að láni hjá bankanum. Hann þarf ekki bara að endurgreiða bankanum 10 þúsund krónurnar heldur vexti að auki. Af þeim sökum þarf hann að lækka laun launamannsins sem nemur vöxtunum eða selja vinnu hans þeim mun dýrar.

Allur peningur er búinn til á þennan hátt að einhver tekur lán hjá banka. Ef þú átt mikinn pening þá er einhver annar mjög skuldsettur. Hvers vegna eru peningar ekki ókeypis? Peningar eru bara ávísun á verðmæti, kindur eða vinnustundir. Peningar eru í raun eining á verðmæti eins og metri er eining fyrir lengd. Ekki þarf maður fyrst að fara á banka og kaupa sér 10 metra til að kaupa 10 metra af timbri í Húsasmiðjunni. Metrinn sjálfur er verðlaus en ekki timbrið. Krónan er verðlaus en ekki kindurnar eða vinnustundirnar.

Bankar og skuldir eru að fara með heimsbyggðina til fjandans, peningar sem einstaklingar og fyrirtæki fengu að láni hjá bönkum í þeim tilgangi að geta skipts á raunverulegum verðmætum. Er ekki komin tími til að nema staðar og hugsa hlutina upp á nýtt?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur