Laugardagur 25.08.2012 - 21:00 - FB ummæli ()

Hvíti hatturinn

Sú tenging er undarleg að það að þjóðin kaus Sjálfstæðismenn til valda að þá beri þjóðin ábyrgð á bankahruninu og þess vegna er það mátuleg refsing að þjást núna. Ykkur hefði verið nær að kjósa „mig“.  Þetta stef er alltaf leikið þegar núverandi stjórnvöld eru gagnrýnd. En hver kaus hvern? Eru þá bara fyrrverandi kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem þjást? Ég hef verið svo ógæfusamur að hafa aldrei kosið nokkra ríkisstjórn á Íslandi, ég hef semsagt alltaf kosið „vitlaust“. Samkvæmt því ætti ég ekki að finna fyrir kreppunni en geri það þó.

Hin fullyrðingin er þessi um rústabjörgunina. Öllum hefur ekki verið bjargað ennþá þvert á gefin kosningloforð vorið 2009. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt línurnar í samstarfi við valdhafa. Þessir tveir aðilar sammæltust um að ekki skyldi hjálpa skuldsettum heimilum með sérstökum hætti nema að því marki að bankar gætu sætt sig við aðgerðirnar. Frekar var mælt með dómstólaleiðinni sem nokkrir hafa farið. Þrátt fyrir hæstaréttadóma þá fara bankar ekki eftir honum. Þeir eru ríki í ríkinu. Þessi aðferðafræði á vanda skuldsettra heimila ver banka fyrst og fremst og er núverandi vinstri stjórn þóknanleg.

Þeim sem hefur verið bjargað eru sérvalin fyrirtæki og einstaklingar. Þar virðist eitthvað annað en hagsmunir hins breiða fjölda ráða ferðinni. Verðtryggingin var ekki tekin úr sambandi haustið 2008 og þar var komið til móts við lánadrottna(lífeyrissjóðina) svo þeir gætu betur fyllt á tómar hyrslur sínar eftir að hafa dansað með hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi.

Hvers vegna þjást lánadrottnar ekki?  Hvers vegna er það bara almenningur sem á að þjást ef allir voru svo vitlausir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Það eina sem við viljum fá upp úr hvíta hattinum er réttlæti, er farið fram á of mikið?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur