Þriðjudagur 02.04.2013 - 17:44 - FB ummæli ()

Landspítalinn og fjármagnið

Sigurður Guðmundsson skrifar grein í Læknablaðið um hörmungar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á því var full þörf, vægast sagt. Ástandið er slæmt og eins og hann bendir á þá hafa bankastofnanir notið forgangs fram yfir heilbrigðisstofnanir. Þetta er vel þekkt eftir kreppur. Tökum nokkur dæmi:

  • Um 1990 voru afborganir Afríkuþjóða til AGS meiri en öll útgjöld til mennta- og heilbrigðismála.
  • 1998 eyddi Senegal fimm sinnum meira í afborganir til AGS en heilbrigðismála og löndin sunnan Sahara fjórum sinnum.
  • Oxfam International hefur áætlað að 29,000 manns hafi látist af malaríu vegna niðurskurðar fyrirskipaðan af AGS á Filipseyjum.
  • 90,000 manns hafi ekki fengið meðferð við berklum á Filipseyjum vegna niðurskurðarins.
  • Dánartíðni af völdum berkla tvöfaldaðist í Rússlandi á milli 1991 til 2002-og er enn mjög aukin.
  • Niðurskurðurinn í S-Evrópu núna er farinn að kosta mannslíf samkvæmt nýlegri grein í Reuters.

Til allrar hamingju erum við ekki komin á þennan stað og hér er lýst fyrir ofan og vonandi sökkvum við ekki jafn djúpt. Það er vel þekkt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þarfir fjármagnsins ofar heilbrigðiskerfinu. Afleiðingarnar eru eins og Sigurður lýsir og síðan minni árangur og aukin dánartíðni.

Þeir sem þekktu til sögu AGS í bland við spillt stjórnvöld vissu að svona gæti farið fyrir íslensku heilbrigðiskerfi. Sumir mótmæltu og vildu að farin yrði önnur leið en margir sátu hjá. Sigurður kemur með góða skýringu á því:

”Allt þetta höfum við látið yfir okkur og sjúklinga okkar ganga án þess að við höfum hreyft verulegum andmælum. Hvernig stendur á þessu? Við erum seinþreytt til vandræða og ef til vill er langlundargeð og jafnvel meðvirkni okkur í blóð borin. Er mögulegt að þeir sem ákveða framlög til heilbrigðismála hafi gengið á lagið, og jafnvel meðvitað eða ómeðvitað misnotað þetta langlundargeð? Látið hefur verið í veðri vaka að þrátt fyrir niðurskurð sé allt í góðu gengi, fólk afkasti einfaldlega meiru, og sjúklingum sé jafnvel sinnt og áður. Þannig hefur samfélagið skilið ástand mála á spítalanum. Reyndin er því miður önnur, eins og nú er ljóst”.

Stóra spurningin er hvort of seint sé um rassinn gripið. Framundan er snjóhengjan og ýmslegt annað upp á tæpa þjóðarframleiðslu. Seðlabankinn bendir á að Íslendingar muni ekki eiga gjaldeyri til að standa í skilum með afborganir á næstu árum. Kannski fengu bankarnir allt meðan eitthvað var til og núna eru bara skuldirnar eftir. Því miður eru það dagdraumar fyrir gjaldþrota þjóð að ætla sér að byggja nýjan Landspítala.

Ég veit að það hjálpar engum að segja ”hate to say I told you so” en það hefði hjálpað mikið ef við hefðum komið í veg fyrir þá pólitík sem rekin var á liðnu kjörtímabili og líka á þar síðasta. Eins og Joseph Stiglitz sagði:

  • Did any nation avoid this fate? Yes, said Stiglitz, identifying Botswana. Their trick?

                       „They told the IMF to go packing.“

Grein Sigurðar er bænaskjal til flokkanna sem bjóða fram í Alþingiskosningunum núna í apríl. Hvort læknastéttin á von á þvi að eitthvað breytist með því að höfða til góðmennsku gömlu flokkanna sem aldrei hafa sinnt heilbrigðismálum af viti skal ég láta ósagt en..

Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results.

Albert Einstein

Frekar myndi ég höfða til nýu framboðanna.

 

 

Ann-Louise Colgan, april 2002, African action.

Jeremy Brecher, Panic Rules: Everything you want to know about the Global Economy, by Robin Hahnel (South End Press, 1999).

Stucler D. Plos Medicine 2008

The Globalizer Who Came In From the Cold  JOE STIGLITZ: TODAY’S WINNER OF THE NOBEL PRIZE IN ECONOMICS by Greg Palast

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur