Fimmtudagur 18.04.2013 - 19:51 - FB ummæli ()

Pendúllinn

Núna sveiflast pendúllinn til baka hjá íslenskum kjósendum. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn  virðast ætla að sitja í næstu ríkisstjórn. Sjálfsagt ýmsar skýringar á því en ég verð þó að kvarta yfir skorti á sögulegu samhengi. Það var þetta með vín á gamla belgi; ”Og enginn lætur nýtt vín á gamla belgi, því þá sprengir vínið belgina, og vínið ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látið á nýja belgi.“ Markúsarguðspjall 2:22.

Við í Dögun stofnuðum nýjan belg, þ.e. Dögun og settum ýmislegt í hann. Fyrir utan framúrskarandi frambjóendur þá er það stefnan sem er verðmætust og við ætlum að standa við hana.

Það sem er einna mikilvægast er að við teljum núverandi ríkisfjármál ekki sjálfbær og þar þurfi að grípa til róttækra aðgerða. Við verðum að endursemja um skuldir okkar því við eigum ekki fyrir þeim í nánustu framtíð. Þetta atriði er afgerandi hvernig tekst til að framkvæma annað.

Það er kvartað yfir því að þessi staða ríkissjóðs sé ekki þungamiðja pólitískrar umræðu fyrir þessar kosningar. Það er skiljanlegt því svona svartsýni er ekki vel til fallin að afla sér atkvæða. Svona er það nú samt og má lesa um það á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Það er nú ekki meira leyndó en það.

Að vera ekki borgunarmaður lamar allt annað og því ætlum við í Dögun að reyna að semja um skuldrinar svo við getum gert eitthvað meira. Varla flokkast það undir trollerí eða töfrahatta kæri kjósandi.

Svona til frekari skýringa á stefnu Dögunar í efnahagsmálum er hér gott myndband með Þórði Birni frambjóðenda Dögunar:

http://www.youtube.com/watch?v=ymJJC3pNjBk

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur