Þriðjudagur 27.05.2014 - 23:24 - FB ummæli ()

Lýðræðið okkar

Í kosningabaráttunni heyrir maður í mörgum kjósendum. Það er hópur einstaklinga sem ætlar ekki að kjósa á laugardaginn. Þessir kjósendur hafa gefist upp á fulltrúalýðræðinu. Þeim finnst ekki skipta máli hvern þeir kjósa því allir svíkja kosningaloforðin. Oft vitnað í landsmálin og að núverandi ríkisstjórn hafi þegar svikið ýmis loforð. Ekki hefur útspil Framsóknar aukið virðingu þessara einstaklinga fyrir lýðræðiskerfinu okkar.

Vandamálið er í raun að það er ekki hægt að hafa stjórn á kjörnum fulltrúm á milli kosninga. Korter fyrir kosningar kemur loforðaflaumurinn og þessir kjósendur fá velgjuna upp í kok og sitja frekar heima en að kjósa. Hvað er til ráða? Ekki dugar sama uppskrift að minnsta kosti.

Það sem við í Dögun viljum gera er að 10% kjósenda geti skrifað á undirskriftalista og þar með fengið kosningu meðal íbúanna um hvaða mál sem er. Þar með hafa kjósendur fengið ákveðið vald milli kosninga. Þeir geta á þennan hátt vakið athygli á málum sem þeir brenna fyrir og skapað umræðu sem getur verið mjög mikilvæg. Ekki síst mál sem kjörnir fulltrúar vilja ekki að komist í hámæli. Auk þess getur kosningin valdið því að kjörnir fulltrúar standi við kosningaloforðin sín. Ekki slæmt eða hvað?

Með því að leggja meira vald í hendur kjósenda eykst pólitískur áhugi þeirra og virkni. Kjósendur eru ekki heimskir því þegar þeir finna sig áhrifalausa þá nenna þeir þessu ekki. Við í Dögun viljum snúa þessari þróun við og vonandi munu aðrir flokkar sjá að sér og útdeila raunverulegu valdi til kjósenda.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur