Þriðjudagur 02.12.2014 - 20:48 - FB ummæli ()

Því miður

Íslenskir læknar eru í verkfalli og það er nánast einsdæmi. Stór hluti almennings styður verkfallsaðgerðir þeirra, það er líka einsdæmi. Ef ekki finnst farsæl lausn á verkfalli lækna er mikil hætta á því að íslenska heilbrigðiskerfið bresti. Í dag virðast vera yfirgnæfandi líkur á því að það semjist ekki vegna þess að hið opinbera kemur ekki með neitt tilboð sem höfðar til lækna.

Réttlæting hjá læknum snýst ekki um að þeir séu illa launaðir miðað við þá sem hafa minna. Réttlætingin er framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi, heilbrigðiskerfis sem þeir hafa haft trú á, heilbrigðiskerfis sem þeir lögðu á sig mikla vinnu til að mennta sig og að komast aftur heim til að þjóna. Góð laun í samræmi við menntun og ábyrgð. Góð laun svo að unga fólkið komi til baka úr sérnámi og taki við hlassinu af þeim eldri og færi inn nýja þekkingu. Hvoru tveggja er forsenda fyrir góðu heilbrigðiskerfi á Íslandi.

Íslenskir læknar hafa menntað sig á bestu háskólasjúkrahúsum í Evrópu og Ameríku án nokkurs kostnaðar fyrir íslenska ríkið. Sá kostnaður sem til hefur fallið hafa læknar staðið fyrir. Fá lönd hafa notið viðlíka vildarkjara þegar kemur að sérnámi lækna. Hvað þá að meirihluti sérfræðinga sæki menntun sína hjá stórum heimsþekktum háskólasjúkrahúsum, slíkt gerist ekki einu sinni í þeim löndum sem þeir sérmennta sig í.

Það er þess vegna sem ég óttast að ef læknastéttin upplifir höfnun núna af hálfu ríkisvaldsins að læknar muni sækja til þeirra landa sem þeir menntuðu sig í eða þeir yngri koma ekki heim úr sérnámi. Við höfnun munu íslenskir læknar ekki finnast þeir skulda Íslandi neitt og samtímis sem þeim er tekið opnum örmum erlendis er niðurstaðan nokkuð ljós, því miður.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur