Föstudagur 27.02.2015 - 20:52 - FB ummæli ()

Smjörklípur

Dagleg umræða almennings snýst mest um smjörklípur, afsakið dónaskapinn, en þetta er svona. Fæst af þeim málum sem skora mest í lækum myndu breyta stöðu almennings í grundvallaratriðum. Þessi deilumál eru dægurmál að mestu og almenningur hrífst með og á erfitt með að greina hvað það er sem skiptir raunverulegu máli. Ég veit að ég hljóma eins og óþolandi besservisser en tökum dæmi.

Sjávarauðlindin, gróðinn fer í vasa fárra og hann er gríðalegur. Sumir vilja meina að við séum ríkari en Norðmenn per höfðatölu og því ættum við að hafa það betra en þeir. Frakkar sættu sig ekki við smákökurnar og hví ættum við að gera það? Almenningur ætti því að ræða um sjávarútveg daginn út og inn. Almenningur ætti því að krefjast fullrar hlutdeildar í auðlind sinni til að bæta kjör sín; lágmarksframfærslu, ókeypis heilbrigðiskerfi, gott menntakerfi, nýtt sjúkrahús og svo framvegis.

Rafmagnið er selt stóriðju ódýrt og bankarnir mala gull. Við erum ógeðslega rík en það eru bara örfáir sem njóta ríkisdæmis okkar. Hvað er að okkur? Hvers vegna erum við alltaf að rífast um keisarans skegg, veltandi okkur uppúr smjörklípum sem eru matreiddar ofaní okkur. Hvað er að okkur? Er mikilvægara að skora hátt í lækum um smjörklípur en að ræða alvarleg mál eins og auðlindamál, slor og rafmagn. Er mikilvægara að hrauna yfir náungann þó hann beri enga ábyrgð á ástandinu. Getum við ekki staðið saman eða ætlum við að láta smjörklípumeistarana sundra okkur áfram?

Við erum ógeðslega rík þjóð, við þurfum bara að deila auðnum jafnt til allra. Er farið fram á of mikið? Getum við ekki sameinast um eina slíka smábyltingu áður en við leiðum til lykta allar smjörklípurnar, geta þær ekki beðið smá stund? Plís!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur