Þriðjudagur 21.06.2016 - 21:21 - FB ummæli ()

Hlutverk fjölmiðla

Á föstudagskvöldið  kemur verður lokaumræðuþáttur á RUV með forsetaframbjóðendum. RUV hefur tekið þá pólitísku ákvörðun að skipta forsetaframbjóðendum í tvo hópa. Fyrst verður rætt við þá sem skora hátt í skoðanakönnunum og síðan við þá sem hafa skorað minna. Þar með hefur RUV ákveðið að skapa forgangsröð. Í leiðinni brjóta starfsmenn sennilega lög en fyrst og fremst hugsjónir lýðræðisins.

Kosningar mega aldrei snúast um skoðanakannanir.

Hér vilja blaðamenn RUV sennilega taka þátt í því að skapa þá sýn á frambjóðendur að sumir séu mikilvægari en aðrir. Þetta er tengt löngun blaðamanna til að “skapa” eitthvað í beinni eins t.d. ríkisstjórn. Það er bara ekki hlutverk blaðamanna að skapa eitthvað eða raða valmöguleikum kjósenda landsins í mikilvæga og ekki mikilvæga. Það gerum við sjálf í kjörklefanum.

Blaðamenn eiga að kynna frambjóðendur fyrir okkur og þeir eiga njóta jafnréttis.

Þegar þörfin hjá blaðamönnum til að flokka frambjóðendur fyrir kosningar raungerist hjá sjálfu ríkisútvarpi allra landsmanna þá er greinilega þörf á lagasetningu. Sú lagasetning afnæmi völd blaðamanna til að flokka frambjóðendur sem mikilvæga og ekki mikilvæga. Samtímis myndi hún tryggja öllum frambjóðendum jafnan aðgang að öllum miðlum landsins án tillits til eignarhalds. Skoðanakannanir bannaðar fyrir kosningar og starf og skyldur blaðamanna skilgreindar.

Kosningar eiga að snúast um stefnumál framboða og það skal kynnt almenningi til að auðvelda honum valið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur