Læknar ætla í verkfall því þeir vilja meiri laun. Hið opinbera mun sennilega reyna að hækka laun lækna eins lítið og hægt er. Þó þannig að flestir verði nægjanlega ánægðir og segi ekki upp. Þannig er það í kjarabaráttu. Vonandi munu samningar ganga vel fyrir sig með jákvæðri niðurstöðu. Menn spá langri baráttu hjá læknum. […]
Stundum er sagt að ”fjármálavaldið” ráði mest öllu í þjóðfélagi okkar og mun meira en Alþingi. Þetta er satt en hvernig fer það að því, í hverju felast völd þess. Kjarninn í fjármálavaldinu eru bankarnir. Þeir búa til peningana. Þeir hafa einkaleyfi á því. Hið opinbera, fyrirtæki og almenningur verður að taka peninga að láni […]
Var að glugga á netið og reyna að átta mig á tillögum Fylkisflokksins. Þar kennir margra grasa. Mikið er rætt um að við fáum betra líf og aukið réttlæti. Þar sem fyrrnefndar framfarir eru að mestu á kostnað elítunnar á Íslandi sem stjórnar fjórflokknum þá má gera ráð fyrir kröftugri andstöðu. Tel líklegast að ef […]
Hvað eru fréttir? Hvað er mikilvægt fyrir almenning að vita um og ræða sín á milli. Ritstjórnarstefna fjölmiðils ákveður hvað er fréttnæmt eða ekki fyrir almenning. Þar sem stór hluti stærstu fjölmiðla heims er í eigu sömu aðila þá er það fámennur hópur og skoðanir þeirra sem skammta fréttir. ”Main stream” fréttir eru fréttir þeirra […]
Morðin og limlestingarnar á Palestínumönnum eru myndbrot úr mikið stærri mynd. Ísrael er nauðsynlegt fyrir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Það sem helgar þá stefnu er að ná undir sig auðlindum stórfyrirtækjum til arðráns. Þess vegna eru Bandaríkin verkfæri elítunnar. Að halda að það skipti einhverju máli hver er forseti Bandaríkjanna er miskilningur. Sama gildir um Evrópu, það […]
Heimsfréttirnar eru ömurlegar þessa dagana. Ísraelar murka lífið úr nágrönnum sínum, jafnt ungum sem öldnum. Í Bagdat og nágrenni sprengja þeir hver annan í loft upp og okkur er trúað fyrir því af heimspressunni að slíkt eigi sér upptök í mismunandi trúarsetningum. Farþegaflugvél hrapaði yfir Úkraínu og Rússum er kennt um það. Reyndar er rannsóknin […]
Grein sem ég skrifaði fyrir Attac árið 2013 um fríverslunarsamninga og ég birti núna vegna (lítillar) umræðu um þá s.l. daga. INNGANGUR Fríverslunarsamningar(FVS) milli landa eða álfa eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Við fyrstu sýn virðast þeir snúast um að auðvelda viðskipti milli aðila. Ef svo væri þá væru þeir jákvæð þróun […]
Við í Dögun upplifðum mikinn mun á framkomu fólks eftir að Framsóknarflokkurinn lýsti yfir andstöðu sinni við að múslimar fengju ákveðna lóð undir mosku í Reykjavík. Eftir þá yfirlýsingu fengu sumir frambjóðendur á ferðum sínum ókvæðisorð og öskur um að við værum múslimaflokkur og jafnvel hnefa eða fingri veifað framan í viðkomandi. Fólki var greinilega […]
Þegar Framsóknarflokkurinn ákvað að nota moskumálið til að afla sér atkvæða þá opnaðist forarpyttur í íslensku samfélagi. Fram hafa stigið menn og konur sem fullyrða að trúin á Kóraninn valdi hörmungum og dauða saklausra einstaklinga. Þess vegna verði að hefta framrás Islam með öllum tiltækum ráðum og þar með að hindra byggingu mosku í Reykjavík. […]
Í kosningabaráttunni heyrir maður í mörgum kjósendum. Það er hópur einstaklinga sem ætlar ekki að kjósa á laugardaginn. Þessir kjósendur hafa gefist upp á fulltrúalýðræðinu. Þeim finnst ekki skipta máli hvern þeir kjósa því allir svíkja kosningaloforðin. Oft vitnað í landsmálin og að núverandi ríkisstjórn hafi þegar svikið ýmis loforð. Ekki hefur útspil Framsóknar aukið […]