Pólitísk umræða á Íslandi er frekar sorgleg í dag. Stórir hópar fólks mæta á hverjum laugardegi og mótmæla sviknum kosningaloforðum núverandi stjórnarmeirihluta. Það er gott og blessað, í raun virðingaverð viðleitni í ástundun lýðræðis af hálfu almennings. Á því hefur verið mikill skortur lengi og í raun einkennt íslenskt lýðræði fyrir utan smá gos 2008. […]
Ég hafði hugsað mér að blogga um Evrópusambandið. Hugsunin var að fjalla á málefnalegan hátt um hvers vegna ég er þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki að ganga í ESB. Núna er allt upp í loft í samfélaginu vegna ESB. Framsóknarflokkurinn hefur haft í frammi fullyrðingar um ESB sem er erfitt að flokka sem málefnalega […]
Bankahrunið á Íslandi haustið 2008 olli mjög miklum skaða. Menn rifjuðu upp að ríkisstjórnir í aðdraganda hrunsins höfðu að miklu leyti farið að tilmælum Viðskiptaráðs Íslands. Árið 2006 fékk VÍ tvo menn, Tryggva Þór og Mishkin til að skrifa skýrslu um hversu vel heppnuð hagfræði VÍ væri á Íslandi. Það er því ljóst að VÍ […]
Icesave dúkkaði upp aftur í fréttum dag. Nú vilja Hollendingar og Bretar sækja fé í Tryggingasjóð innustæðueigenda á Íslandi. Ég tel að grundvallarmisskilningur sé hér á ferðinni og kemur hann meðal annars fram í nafni sjóðsins hér á landi. Þessi misskilningur er reyndar ekkert sér íslenskur heldur alþjóðlegur. Hefðbundnar bankabækur sem almenningur notar hjá bönkum […]
Síminn hringdi heima hjá mér og kona, öryrki, einstæð móðir var á línunni. Ekki ein einasta króna til og það er bara sjöundi febrúar. Hvert leita ég og hvar fæ ég hjálp? Konan mín ætlar að svara henni á morgun ef hún finnur merki um brauðmolahagfræðina í samfélagi okkar. Samkvæmt nýlegri rannsókn Háskóla Íslands finnst […]
Dramatíkin í dönsku þáttunum Dicte er ósvikin en til allra hamingju að mestu skáldskapur. Þegar fylgst er með skrifum verkalýðsforingja á Íslandi er mikil dramatík líka, sérstaklega um nýgerða kjarasamninga ASÍ. Þar sýnist sitt hverjum og mikið rætt um verðbólguna í því sambandi. Henni er kennt um margt og talin jafn slæm og Grýla. Það […]
Sennilega eru Alþingiskosningarnar einn merkilegasti atburðurinn á s.l. ári, að minnsta kosti í pólitíkinni. Ég tók þátt í einu af nýju framboðunum(Dögun) en straumurinn var ekki til þeirra heldur fjórflokksins. Vinstri flokkarnir glötuðu besta tækifæri sínu til að sanna sig frá upphafi og þess vegna fór fylgið til Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins og þeir flokkar unnu […]
Það var til umræðu um daginn aðferð til að leysa skuldavanda heimilanna. Umræðan fór fram í þingnefnd með fulltrúm Seðlabanka Íslands, bankinn sem setti vextina sína afturábak á skuldir almennings um árið. Þeir sögðu að stofnun leiðréttingasjóðs hjá Seðlabankanum jafngilti seðlaprentun og buðust til að stafa ofaní okkur hverjar afleiðingarnar yrðu. Við búum við stöðuga […]
Fyrir hundrað árum söfnuðu íslenskar konur peningum fyrir nýjum spítala. Engin slík söfnun er í gangi og ríkiskassinn er í bullandi mínus. Staðan er algjörlega óþolandi á Landspítalanum og ef ekki rís ný bygging þá mun núverandi starfsemi hraka verulega hvað svo sem verður bætt í brestina. Á ögurstundu grípa menn til óvenjulegra aðgerða til […]
Að skattleggja skilanefndir er árás á eignaréttinn. Að stöðva nauðungaruppboð er árás á eignaréttinn. Við vörðum eignaréttin(fyrir þá) þegar við endurreistum bankakerfið. Að leiðrétta skuldir fasteignaeigenda er sjálfsagt árás á eignarétt(þeirra) og að afnema verðtrygginguna er árás á framtíðar eignarétt lánadrottna okkar. Hlutverk núverandi stjórnvalda er að gera minnst lítið nema að halda skrílnum í […]