Stundum hefur maður heyrt talað um ”realpolitik”. Það er pólitík sem inniheldur minna af hugmyndafræði og siðferðilegum vangaveltum og meira af raunsæi. Stundum er Tony Blair nefndur til sögunnar og þá í þeim tilgangi að styrkja slíka stefnu. Þessa pólitík hafa sócíaldemókratar tileinkað sér í sínum málflutningi. Gagnsemi þessarar pólitíkur er af tvennum toga. Hægt […]
Íslensk þjóð hefur sjaldan haft meiri möguleika en í dag. Hægt er að kjósa gamla fjórflokkinn og viðhengið Bjarta framtíð til að gulltryggja áframhaldandi pólitík um að halda völdum valdanna vegna. Hins vegar er möguleiki á því að kjósa ný framboð sem lofa því að vinna fyrir almenning og afneita tengslum við sérhagsmunaaðila. Öll framboð […]
Uppnám: 1) Glundroði, 2) Eignarnám, 3) Tefla peði í uppnám. Breytingartillaga Margrétar Tryggvadóttur þingmanns(héðan í frá kölluð Magga refur) hefur valdið miklum usla í dag. Hún gerir breytingartillögu við formannafrumvarp þremenninganna frá Dunkirk. Fjölmiðlar landsins telja tangarsókn Margrétar valda uppnámi. Spurningin er hvaða skilning þeir leggja í orðið uppnám. Sem góðir greinendur eiga þeir sjálfsagt […]
Að leiðrétta forsendubrestinn vegna glæpsamlegrar hegðunar fjármálaflanna í samvinnu við meðvirk stjórnvöld mætir andstöðu. Hver á að borga spyrja menn. Íbúðalánasjóður sem hefur lánað mikið af verðtryggðum lánum mun eingöngu koma vel út ef allir standa í skilum. Þar sem það hefur ekki verið reyndin og væntanlega munu fleiri ekki geta staðið undir afborgunum stefnir […]
Það er ekki mikið traust sem við berum til valdhafanna í þessu landi. Einnig grunum við þá um græsku. Slíkt ástand er skelfilegt. Leyndarhyggjan er mikil og eingöngu innmúraðir vita helstu plottin. Verður kvótafrumvarpið samþykkt og nýrri stjórnarskrá hent út. Verða vogunarsjóðir á fóðrum hjá íslenskri þjóð, sú sama sem skapar gróða bankanna. Þarna inní […]
Ég tel að margir geti verið því sammála að ferli nýju stjórnarskrárinnar okkar hafi verið lýðræðislegt eins og framast var unnt. Að minnsta kosti var hún ekki samin einhvers staðar af fámennum hópi út í horni. Ég hefði sjálfsagt skrifað sjálfur aðeins öðruvisi stjórnarskrá en það er allt önnur ella. Mér finnst eindreginn vilji hjá […]
Íslenska þjóðin er að upplifa merkilega tíma. Bankakerfið hrundi haustið 2008 í kjölfar glórulausrar heimsku allra þeirra sem að komu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér til þess að afgangurinn af efnahagslífinu blæði til að koma í veg fyrir að lánadrottnar tapi of miklu. Sterkasta vinstri stjórn sögunnar á Íslandi, pökkuð með loforðum um bættan hag almennings, beisli á […]
Ef Dögun fengi hreinan meirihluta á Alþingi, hvað myndum við þá gera. Þá hefðum við enga afsökun. Það er í raun ekki neitt vandmál því að þeir sem eru í framboði fyrir Dögun þyrstir í að koma á réttlæti á Íslandi. Hvort hægt sé að flokka hugsjónir okkar í einhvern –isma skiptir okkur ekki máli, […]
Dögun er nýtt stjórnmálaafl á Íslandi. Kjarnastefna Dögunar segir mikið um áherslumál okkar. Við viljum afnema verðtrygginguna, leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna og framkvæma uppstokkun á stjórn fiskveiða á Íslandi. Einnig viljum við raunverulegar lýðræðisumbætur í formi nýrrar stjórnarskár(sjá kjarnastefnu Dögunar). Því er haldið að okkur að ekki sé um neinn annan möguleika að ræða í […]
Núna er hart tekist á um verðtrygginguna. Elvira(Maria Elvira Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands) hefur fært mjög sterk rök fyrir ólögmæti hennar á Íslandi. Hún hefur fengið röksemdir frá sérfræðingum hjá framkvæmdastjórn ESB sem styrkja skoðun hennar. Eins og venjulega á Íslandi er málið afgreitt í íslenskum miðlum með áliti íslenskra lögmanna sem […]