Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 09.02 2013 - 21:18

Hver skuldar hverjum hvað…

Það eru tvö blogg í dag á Eyjunni sem eru sérstaklega eftirtektarverð og nauðsynlegt að hugleiða þau nánar. Það eru blogg Þórs Saari og Friðriks Jónssonar. Þeir nálgast málið frá aðeins ólíkum vinklum en samnefnarinn er orðið ósjálfbært. Skuldastaða Íslands er ósjálfbær. Peningamyndun á Íslandi er umfram verðmætasköpun og er ósjálfbær. Niðurstaðan er einföld, landið […]

Fimmtudagur 31.01 2013 - 19:00

Fá bara hjúkrunarfræðingar úrslitakosti

Sjúkrahús eru starfrækt fyrir sjúklinga og árangurinn metinn hversu stór hluti þeirra kemst aftur út; lifandi, lítt skaðaður eða fær friðsælt andlát. Íslenska Ríkisstjórnin hefur gert hjúkrunarfræðingum tilboð og er það kallað úrslitakostir samkvæmt fréttum. Einhvern veginn fæ ég það á tilfinninguna að tilboðið sé ekki gott en vonandi hef ég rangt fyrir mér. Ef […]

Þriðjudagur 29.01 2013 - 19:03

Er líf eftir Icesave

Nú er dómur fallinn hjá EFTA dómstólnum um Icesave og okkur í vil. Þá er ég að meina þjóðinni en ekki valdhöfunum, því það var þjóðin sem vildi þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki valdahafarnir. Í sögulegu samhengi þegar kemur að þessum tveimur þjóðum, Bretum og Hollendingum, ættum við Íslendingar að standa á útkíkkinu og fylgjast með hvort […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 18:56

Lýðræði og peningar

Framleiðsla peninga hefur verið aðeins í umræðunni. Frosti Sigurjónsson hefur rætt það nokkuð og er með heimasíðu um efnið. Lilja Mósesdóttir hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að kanna hvort heppilegast sé að einkabankar framleiði peningana okkar eða ekki. Ég tel að stór hluti almennings sé ekki að átta sig á því hvað um […]

Miðvikudagur 23.01 2013 - 18:52

Skuldafjötrar eða Dögun

Það er þannig að þegar maður er ríkur og vel staðsettur í þjóðfélaginu þá þarf maður ekki að hrópa til að fá vilja sínum framgengt. Nokkur símtöl og málið er leyst. Gagnvart þessu afli stendur almenningur sem virðist ekki geta sameinast um nokkurn skapaðan hlut. Eina leiðin til að brjóta á bak aftur vald sérhagsmunahópanna […]

Laugardagur 19.01 2013 - 21:01

Það sem er í askana látið..

Var í Portúgal um daginn og hitti fólk frá ýmsum löndum. Hef verið á ýmsum fundum í Evrópu og það sem mest er spurt um er nýja stjórnarskráin okkar Íslendinga. Evrópubúum finnst fáranlegt að valdið, Alþingi, skuli hafa eitthvað um stjórnrskrána að segja. Hef þurft að útskýra fyrir þeim ferlið og að hópur þingmanna er […]

Laugardagur 29.12 2012 - 23:45

Verðtrygginguna burt

Verðtryggingin hefur komið lántakendum illa á liðnum árum. Eftir hrun hafa margir farið illa og sumir misst allt sitt á báli verðtryggingarinnar. Þessi skaðsemi verðtryggingarinnar á hagi einstaklinga gerir hana óréttláta því það getur ekki verið tilgangur okkar með kerfi sem við höfum búið til að það valdi ómældum hörmungum í lífi fólks. Þá er […]

Miðvikudagur 26.12 2012 - 23:09

Dögun

Jólaveislan hefur þau áhrif að hneppa þarf upp tölunni á buxunum til að veita spikinu meira rými. Samtímis er huganum beint til þeirra sem eiga ekki við slík vandamál að stríða. Fjöldi einstaklinga eiga ekki jól eins og við, eiga jafnvel ekki buxur. Ég man þá tíð þegar mér fannst ég ríkur að eiga buxur […]

Sunnudagur 23.12 2012 - 01:16

Lilja hættir

Lilja Mósesdóttir gefur ekki kost á sér til frekari þingsetu, þ.e. hún ætlar ekki í framboð í næstu kosningum. Sumir munu sjálfsagt lýsa yfir ánægju sinni og aðrir koma með einhverjar fræðilegar skýringar á hinu og þessu sem skýrt gæti þessa ákvörðun. Ákvörðunin er einfaldlega sorgleg en um leið skynsamleg. Sorgin felst í því að […]

Föstudagur 23.11 2012 - 23:47

Tilgangur baráttunnar

Innan Evrópu fer fram mikil barátta. Hún snýst um hvort almenningur hafi völdin eða bankastofnanir. Hvort framkvæmdavald ESB láti að stjórn bankananna eða almennings. Sama barátta fer fram á Íslandi. Ég er í miklu sambandi við margskonar hópa sem berjast fyrir því í Evrópu að breyta ESB í verkfæri almennings en ekki banka eins og […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur