Að friðarverðlaun Nobels falli Evrópusambandinu í skaut eru í alla staði merkileg tímamót. Á sama tíma og ESB hefur gengið erinda fjármálaaflanna kinnroðalaust undanfarna áratugi þá hlotnast þeim ein af virðulegustu viðurkenningum sem hægt er að fá. ESB hefur fórnað öllu fyrir fjármálaöflin, allt hefur verið gert til að þóknast þeim. Almenningur um alla Evrópu […]
Eins og Marinó rekur vel í bloggfærslu sinni þá var fjármálaöflunum gefið frítt spil fyrir og eftir hrun. Þau orsökuðu hrunið og hafa síðan notið forgangs að öllu leyti eftir hrun. Núverandi ríkisstjórn hefur verið auðsveipur þjónn þeirra. Ef fjórflokkurinn nær völdum eftir næstu kosningar mun hann skipa sér í lið með fjármálaöflunum og kjör […]
Ísland strandaði haustið 2008. Krafan um nýja stjórnarskrá fæddist í kjölfarið. Almenningi hafði ekki verið hleypt upp á dekk og margir vöruðu við siglingaleiðinni fyrir hrun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Í fullkomnum heimi með beinu lýðræði hefðu farþegar á þriðja farrými ráðið ferðinni vegna fjölda og sennilega kynnt katlana minna. Áreksturinn hefði því […]
Þegar fylgst er með forsetakosningunum í Bandaríkjunum þá virðist litlu skipta hvor verði forseti. Báðir flokkarnir eru sammála um að bjarga fjármálakerfinu á kosnað almennings, skaffa stórfyrirtækjum niðurgreitt vinnuafl, styðja Ísrela að kúga Palestínumenn og auka hernaðarmaskínu Bandaríkjanna um víða veröld. Ef þeir væru ósammála um eitthvað sem skiptir máli þá gætum við hugsanlega eytt […]
Seðlabanki Evrópu með Draghi í broddi fylkingar boðar til mikillar sóknar gegn kreppunni í Evrópu. Núna gæti virst að Draghi(Seðlabnkastjórinn) sé heitur og kominn með lausnina. Í sinni einföldustu mynd hljómar þetta svona; Seðlabanki Evrópu(SE) kaupir ríkisskuldabréf af viðkomandi ríkjum og þá á mun lægri vöxtum en einkabankarnir eru að fara fram á. Þetta virðist […]
Sú tenging er undarleg að það að þjóðin kaus Sjálfstæðismenn til valda að þá beri þjóðin ábyrgð á bankahruninu og þess vegna er það mátuleg refsing að þjást núna. Ykkur hefði verið nær að kjósa „mig“. Þetta stef er alltaf leikið þegar núverandi stjórnvöld eru gagnrýnd. En hver kaus hvern? Eru þá bara fyrrverandi kjósendur […]
Að Lilja Mósesdóttir velji að vera ekki formaður Samstöðu hefur komið því til leiðar að sumir hafa sett niður penna til að rita grafskrift Samstöðu. Ef það eitt og sér dugir til þá er ekki mikið í íslenska pólitík spunnið. Að koma nýju stjórnmálaafli á kortið er meira en að segja það og væntanlega eru […]
Skuldin er ævaforn, meira en 5000 ára gömul og hefur því fylgt mannkyninu lengi. Þess vegna er komin reynsla fyrir því hvernig hún virkar. Hún hefur nokkur afbrigði en þegar kemur að skuldum fasteignaeigenda eða þjóða, talið í peningum, þá eru lánadrottnar oft ópersónulegar stofnanir sem innheimta án tillits til afleiðinga gjörða sinna. Lánadrottnar hafa […]
Víglundur Þorsteinsson kemur fram í dag með fréttatilkynningu og blaðamannafundi. Hann sakar bankakerfið um að hafa selt fyrirtæki hans í nokkrum pörtum því það hafi komið bankanum betur en að styrkja hann til að reka það sem eina heild. Þarna takast á kjör þess sem þiggur fé að láni og hins sem lánar. Lánadrottinn virðast […]
Þjóðríki geta ekki fjármagnað sig vegna þess að lánadrottnar krefjast það hárra vaxta að ekkert ríki getur staðið undir slíkum kröfum einkafyrirtækja um gróða. Þetta eru fréttirnar sem við heyrum daglega frá Evrópu. Vaxtarkrafan setur þjóðríki í greipar lánadrottna. Trjókan(SBE,EU,AGS) er sendiboði þeirra og setur þjóðríkjum reglurnar um niðurskurð og brunaútsölu á ríkisfyrirtækjum til lánadrottnanna. […]