Á morgun ætlar velferðarráðherra að kynna nýja húsnæðisstefnu. Það virðist sem bóta og styrkjakerfið verði stokkað upp á einhvern hátt. Hið opinbera hefur styrkt almenning svo hann hafi þak yfir höfuðið og mun halda því áfram með þessari nýju húsnæðisstefnu. Kannski verður áherslum breytt innan styrkjakerfisins. Allir vita að baráttan er á milli kaupgetu og […]
Það er spurningin um hvort spurningarnar séu nógu vel úr garði gerðar til að öll sjónarmið komi fram. Þá er ég að velta fyrir mér spuringunum sem koma fram í þingsályktunartillögu stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um drög að nýrri stjórnarskrá. Svarið er að svo er ekki. Til að svo megi vera þurfa spurningarnar að vera mun fleiri […]
Ég var að byrja í sumarfríi í dag og fátt er betra, milli hefðbundinna heimilsverka, en að hlusta á beina útsendingu frá Alþingi. Ein af þingnefndum Alþingis Íslendinga hefur dottið það í hug að spyrja íslensku þjóðina nokkurra spurninga um drög að stjórnarskrá sem unnin hefur verið af fólki sem þjóðin kaus til þess verks […]
Nýlendustefna er ekki ný á nálinni. Öllum hugsandi mönnum má vera ljóst að Kínverjar eru að nota auð sinn til að nema land sem víðast. Að leigja land til 40 ára er ekkert annað en að samþykkja nýlendustefnu stórveldis. Hlutafélag er hægt að kaupa seinna í ró og næði, í pörtum eða í heilu lagi. […]
Það er sérkennilegt að hlusta á umræðuna um vanda heimilanna á Íslandi. Það er ljóst að margir eru að greiða mun hærra hlutfall af tekjum sínum í afborganir af skuldum en áður. Auk þess er fjöldi fólks sem getur ekki staðið í skilum. Að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir því að á meðan lánastofnanir […]
Núverandi ríkisstjórnarflokkar lofuðu kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar að færa stærstu auðlind þjóðarinnar, sjávarútveginn, frá völdum einkafyrirtækjum til alls almennings. Loforðin hljóðuðu upp á jafnan aðgang að auðlindinni og að þjóðin hefði fullt og óskorað vald yfir nýtingunni og afrakstrinum. Þetta hefur verið svikið með því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um stjórn fiskveiða. […]
Reykjavík 25. apríl 2012 Til þingmanna Við undirrituð skorum á ykkur að sýna Grikkjum samkennd og setja saman þingsályktunartillögu um að Alþingi Íslendinga lýsi yfir stuðningi við grísku þjóðina sem líður fyrir aðför fjármálaaflanna. Það er löngu orðið tímabært að þjóðþingin í Evrópu bregðist við neyðarhrópum grísks almennings; neyð þjóðar sem stafar af aðgerðum fjármálakerfisins. […]
Skuldin getur verið driffjöður áframhaldandi kreppu almenningi til skelfingar samtímis sem hún er auðlegð lánadrottna. Þess vegna er mikilvægt að skilgreina hverra hagsmuna á að gæta. Íslendingar og margar aðrar þjóðir hafa upplifað sérstaka tíma á liðnum árum. Það er nánast ofrávíkjanleg krafa lánadrottna að allar skuldir skulu greiddar að fullu. Vandamálið við þá kröfu […]
Ég hef oft velt fyrir mér þessum spurningum Rakelar: „Hvers vegna hefur almenningur ekki brugðist við með afgerandi hætti? Hvers vegna hefur hann ekki flykkt sér betur á bak við þá fáu sem hafa barist fyrir hann á undanförnum árum? Hvers vegna brýtur hann sig niður í fylkingar gegn hagsmunum sjálfs sín? Hvers vegna treystir […]
Núna er byrjað að endursýna kvikmyndina Titanic og núna fáum við að njóta hennar í þrívídd. Það er margt merkilegt við þessa sögu, þ.e.a.s. af skipinu, ástarsagan er krydd í tilveruna fyrir áhorfendur. Þrátt fyrir að vandað hafi verið til smíði skipsins og öll hönnun verið góð þá er það á endanum ákvörðun eins manns, […]