Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 14.07 2011 - 21:19

Hliðið í Brekkukoti

Suma dreymir um að koma fjórflokknum frá völdum og endurreisa lýðveldið okkar á Íslandi. All marga dreymir  um ekki neitt nema Kringluna og Smáralind. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld þá er ekki hægt að breyta kvótakerfinu því þá skaðast bankarnir. Það er að segja, þá skiptir ekki máli þó að sjávarútvegsfyrirtæki landsins fengju nýtt kvótakerfi […]

Föstudagur 24.06 2011 - 17:21

Euro Plus Pact—they will not force us!

Euro Pact plus er venjulega kallaður Euro Pact og á að verða sáttmáli innan ESB. Í stuttu máli gengur hann út á það að setja skorður á störf kjörinna fulltrúa í viðkomandi þjóðlöndum í þeim tilgangi að koma hugmyndum í framkvæmd sem hugnast þeim sem stjórna Evrópusambandinu í dag. Var í upphafi kallaður Competitiveness Pact […]

Fimmtudagur 23.06 2011 - 00:30

Er EXCEL góð beita

Það er ekki hagstætt fyrir lækna að sinna öllum sjúklingum strax, betra er að geyma þá til seinni tíma. Ef það er ekki hagstætt fyrir lækna þá er það að sjálfsögðu ekki hagstætt fyrir þjóðina, ekki satt?  Það þarf að gæta að því að því að sjúklingar eru í útrýmignarhættu ef þeim er sinnt jafnóðum. […]

Mánudagur 20.06 2011 - 23:25

Hvort endurreisa Grikkir Agora eða evruna

Grundvallaratriðið í sambandi við þann efnahagsvanda sem steðjar að Grikkjum og heiminum öllum er að það er ekki hægt að gera við núverandi kerfi því það er ekki bilað, það er ónýtt. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir þessu verða meiri líkur á því að við förum rétta leið. Núverandi kerfi byggist á […]

Föstudagur 17.06 2011 - 22:13

17. júní og Samfylkingin

Grikkir eru í miklum vanda þessa dagana og þurfa að taka svipaða ákvörðun og Jón Sigurðsson bræddi með sér skömmu áður en hann stóð upp úr stólnum og sagði, „vér mótmælum allir“. Á ég að standa upp, hugsaði sjálfsagt Jón, og gera mig að fífli fyrir framan establismangið og standa frekar á rétti þjóðar minnar. […]

Sunnudagur 05.06 2011 - 20:46

Ræða á Austurvelli 5 júní 2011.

Við erum venjulegt fólk með margvíslegar pólitískar skoðanir en erum þó öll að nálgast sameiginlega niðurstöðu. Sú niðurstaða hefur leyst úr læðingi þann kraft að þúsundir manna mótmæla víðsvegar um Evrópu og setjast að á torgum borga sinna. Við á Íslandi tökum þátt með því að safnast hér saman á Austurvelli í dag. Við erum […]

Laugardagur 28.05 2011 - 23:22

Tveir heimar

Það er blásið til mótmæla um alla Evrópu á morgun, 29 maí. Krafan er aukið lýðræði og frekari aðkomu að ákvörðunum sem hafa með Evrópubúa að gera. Það er nokkuð ljóst að heimasíða Evrópusambandsins dugar ekki. Það er verið að mótmæla því að tap einkageirans og sér í lagi bankakerfisins sé lagt á herðar almennings. […]

Laugardagur 28.05 2011 - 00:10

Læknadóp og viðhorf

Landlæknir var í kastljósinu í fyrrakvöld. Þar sem ég er starfsbróðir hans læt ég nægja að segja að hann hefði getað staðið sig betur. Mér er ekki fyllilega ljóst eftir þáttinn hvort fylgst er með okkur í rauntíma eða eftir á. Sjálfsagt get ég hringt í embættið og komist að því. Hitt veit ég að […]

Sunnudagur 22.05 2011 - 20:04

Demókratíó, sólitaríó… ertu með

Lýðræði er augljóslega að þvælast fyrir þeim erfiðu og þungbæru ákvörðunum sem stjórnmálaelítan þarf að taka fyrir hönd bankaelítunnar um víða veröld. Það er einnig augljóst að mikil togstreita er á milli almennings sem vill hafa meiri völd og elítunnar sem vill stjórna öllu með fámennum fundum handvalinna. Hugmyndin er að hafa valdið þrískipt, dómsvald, […]

Föstudagur 20.05 2011 - 21:11

Hnífurinn er fundinn

Umræðan um skýrslu fjármálaráðuneytisins er mjög sorgleg og þungbær. Eftir því sem merking  upplýsinganna sekkur dýpra í sálina þá gerir maður sér betur grein fyrir svikunum. Ekki það að maður hafi ekki haft sínar grunsemdir. Upplifun flestra hefur verið að bankar hafi fengið að ganga fram af fullri hörku án afskipta stjórnvalda. Núna er skýringin […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur