Þjáningar fátækra hafa náð eyrum landsmanna liðna daga. Mörgum finnst holur hljómur í svörum ráðamanna. Þeim er vorkunn því þeir ráða í raun litlu. Stefna AGS er stefna íslenskra ráðamanna og þeirri stefnu fylgir vaxandi fátækt. Haustið 2010 söfnuðust þúsundir landsmanna á Austurvöll og mótmæltu stefnu ríkisstjórnarinnar. Mótmælin beindust gegn stefnu hennar og AGS í […]
Íslensk þjóð er ekkert betri eða verri en aðrar þjóðir. Mörg okkar höfðum bara svo miklar væntingar og þess vegna verða til vonbrigði. Við töldum að viðsýni og óvenjuhátt menntastig og greind myndi gera gæfumuninn, svipað og við héldum um útrásarvíkingana og bankamennina á sínum tíma. Eins og þeir voru bara venjulegir er þjóðin okkar […]
Vegna mikils atvinnuleysis er mikil harka hjá atvinnurekendum. Í Evrópu eru kröfur um meiri afköst og minni réttindi og helgast það í orðunum að verkamenn Evrópu þurfi að verða samkeppnishæfari en áður. Þá er sennilega verið að miða við ódýrt vinnuafl í Asíu. Með sívaxandi kreppu mun verða auðveldara að minnka þann kostnað sem launamenn […]
Mörgum er ljóst að það sem er að gerast í Lettlandi, Grikkland, Írlandi og Portúgal er yfirfærlsa á mistökum einkabanka yfir á skattgreiðendur. Þeir aðilar sem koma þessu í kring eru Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásamt ríkisstjórnum í viðkomandi löndum. Fyrst er samþykkt að mistök einkabanka og skuldir séu á ábyrgð skattgreiðenda. Sú ákvörðun er tekin […]
Það rekst allt á hvurs annars horn í tilverunni þessa dagana. Kvótaauðvaldið skellti sér ofan á samninga aðila um kaup og kjör á Íslandi. Við viljum fransbrauð sögðu þeir félagarnir um árið en fengu tannbursta í staðinn. Kvótaauðvaldið er hlynnt frelsi til athafna sem afmarkast af fríu fransbrauði og banni á tannburstum. Ríkisstjórnin hefur óbeint […]
Bubbi skrifar grein á Pressuna í dag sem heitir „Stóru bankarnir eru skrímsli“. Þar rekur hann staðreyndir um banka sem hluti þjóðarinnar fær að kenna á . Hinn hlutinn lítur undan frekar en að reyna að skilja. Að lokum spyr Bubbi grundvallarspurningarinnar „Hvernig getum við almenningur knúið bankana til að þjónusta okkur af heiðarleika og […]
Það er mikið rætt stöðnun í þjóðfélaginu. Þá er aðallega átt við skort á atvinnu vegna skorts á verkefnum vegna skorts á lánsfé. Þar kemur umræðan um lánshæfismatið, ef það lækkar þá þarf ríkissjóður að greiða hærri vexti af lánum ef hann fær þá lán yfir höfuð. Þar sem ríkissjóður er svo stórskuldugur nú þegar […]
Stjórn Frjálslynda flokksins þakkar Ólafi Ragnari Grímssyni fyrir frækna framgöngu hans í Icesave málinu. Frá upphafi hefur málsmeðferð stjórnvalda í Icesavemálinu verið með endemum s.s. að ætla að þröngva Icesavesamningnum ólesnum í gegnum Alþingi og geta ekki skýrt og varið af myndugleika málstað Íslendinga. Sú ákvörðun forsetans að skjóta Icesavemálinu til þjóðarinnar verður vonandi til […]
Seðlabankastjóri segir að allt sé í góðu með efnahag Íslands og biður sér vægðar hjá matsfyrirtækjunum. Steingrímur segir að Bretar og Hollendingar fái greitt, þrátt fyrir nei. Franek hjá AGS segir að neiið hafi engin áhrif á AGS. Össur og ESB segir að neiið hafi engin áhrif á umsókn Íslands um inngöngu í ESB. Árni […]
Núna er kosningabaráttunni að ljúka og úrslitin algjörlega á huldu enn þá. Það gerir lýðræðið svo spennandi. Það er í algjörri andstöðu við foringjaræðið sem ræður för í íslenskum stjórnmálum. Þar vilja menn helst hafa atkvæðin á hreinu áður en að fundur hefst. Afleiðingin af því er að almennir kjósendur hafa haft tilhneigingu til að […]