Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 23.07 2015 - 22:32

Nýtt Evrópusamband

Átökin milli Evrópusambandsins og Grikklands velta upp áleitnum spurningum. Öllum er ljóst að Grikkir voru svínbeygðir til að sættast á hörðustu skilmála síðan 2010. Syriza fór í þennan leiðangur með það að leiðarljósi að ná pólitískri lausn það er að mannleg gildi, mannréttindi og virðing fyrir öðrum yrði ofaná. Þannig að Grikkir gætu staðið í […]

Mánudagur 20.07 2015 - 21:23

”Hér veldur hver á heldur”

Sigríður Á Andersen alþingismaður, lögfræðingur og Sjálfstæðismaður skrifar grein í Fréttablaðið um deilu hjúkrunarfrðæðinga við ríkið. Hún skilur óánægju hjúkrunarfræðinga og þar með uppsagnir þeirra. Lausn hennar á lánleysi hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu er að fyrirtæki í einkarekstri veiti ríkinu samkeppni. Þar með muni kjör hjúkrunarfræðinga sem vilja vinna hjá ríkinu batna. Margvísleg hjúkrun er rekin […]

Miðvikudagur 24.06 2015 - 23:27

Samhengi hlutanna

Það er einhvernvegin erfitt að grípa það samhengi sem deila hjúkrunarfræðinga og BHM er komin í. Það eru langflestir sammála um að viðkomandi stéttir séu nauðsynlegar og mjög mikilvægar. Aftur á móti er ekki vilji til þess að greiða þeim kaup sem er þeim að skapi eða heldur þeim á Íslandi. Hræðslan við verðbólguna dregur […]

Þriðjudagur 16.06 2015 - 22:10

Gríman er fallin

Var að horfa á Kastljós kvöldsins og umræðuna um ”vel heppnaða” einkavæðingu á sjúkrahóteli Landspítalans. Upplifun spítalans er að hann hafi keypt köttinn í sekknum en fulltrúar einkavæðingarinnar mótmæla og gera lítið úr athugasemdum opinberra eftirlitsaðila. Þessi staða er ekki ný því fjölmörg dæmi eru um afeinkavæðingu víðsvegar um heiminn vegna misheppnaðrar einkavæðingar. Þar á […]

Föstudagur 12.06 2015 - 22:02

Atvinnuþref

Það stendur til að stöðva verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga með lagasetningu. Þar er annar deiluaðilinn í kjaradeilunni að beita hinn ofríki og valdnýðslu. Bjarni Ben lýsti nýlega hrifningu sinni af Margaret Thatcher enda var hún vön að stöðva verkföll með öllum tiltækum ráðum. Af ræðu BB á þingi í dag gat maður skilið það svo […]

Laugardagur 06.06 2015 - 00:41

Hur svårt kan det vara..

Segja Svíarnir þegar einföld mál þvælast fyrir mönnum. Að skipa sáttanefnd í verkfalli opinberra starfsmanna er dæmi um slíkt. Forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði grein á netið 2012 sem heitir ”sanngjörn krafa hjúkrunarfræðinga”. Þar tekur hann undir allar kröfur hjúkrunarfræðinga og það svo rösklega að sennilega væri hann tilvalinn fulltrúi í samninganefnd hjúkrunarfræðinga. Þess […]

Mánudagur 01.06 2015 - 19:17

”ég tala ekki við stelpur”

Hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli. Aðferð viðsemjanda í kjaraviðræðunum er ábyrgðarlaus því mikilvægara er að knésetja stéttina en að tryggja landsmönnum góða þjónustu. Fyrst er ein mikilvægasta starfsstétt landsins ”dissuð”. Við tölum ekki við ykkur fyrr en búið er að semja við launamenn á almenna markaðnum. Þetta er ekki bara rangt heldur glæpur gagnvart notendum heilbrigðisþjónustunnar […]

Sunnudagur 17.05 2015 - 01:08

Að hafa áhrif

Á Íslandi er lítill hópur einstaklinga sem hefur keypt sér meirihluta þingfylgi og eitt dagblað að auki. Þetta eru þeir sem hafa fengið réttinn til að veiða fiskinn okkar. Þeir hafa grætt stórkostlega og sett megnið af þeim gróða í eigin vasa og smávegis hjá þeim sem þeir vilja að fylgi sér að málum. Til […]

Laugardagur 02.05 2015 - 16:40

Afhendum Landspítalanum makrílkvótann

Ríkisstjórnin ætlar að afhenda sjö kennitölum 95% prósent af makrílkvóta landsmanna og hinum 5 prósentunum ætlar hún að deila til flokksgæðinga . Verðmæti þessa makrílkvóta er talið vera um það bil 150 milljarðar. Þessi fyrirtæki og einstaklingar þurfa ekki að borga eina krónu fyrir aðgang að auðlind okkar. Vissulega hafa þeir flestir borgað ríkulega í […]

Miðvikudagur 29.04 2015 - 18:52

Palli er EKKI einn í heiminum

Páll Jóhann Pálsson þingmaður Landsambands Íslenskra Útvegsmanna segist ætla að sitja hjá við afgreiðslu makrílsfrumvarpið. Það er frumvarp sem afhendir nokkrum útvöldum makrílinn okkar og arðinn einnig. Það er sem sagt verið að arðræna okkur, þ.e. þjóðina. Mér er nokk sama hvað hann Palli kýs. Hann og félagar hans í LÍÚ standa ekki með þeim […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur