Föstudagur 19.11.2010 - 23:37 - 2 ummæli

Elsku klaufarnir á RÚV!

Mér þykir vænt um Ríkisútvarpið. Ég starfaði þar fyrir 20 árum sem þáttargerðarmaður í þættinum „Samfélag í nærmynd“.  En ég er aðeins farinn að efast.  RÚV klúðraði hlutverki sínu sem ríkisútvarp með því að undirbúa ekki kynningu á frambjóðendum til stjórnlagaþings.

Elsku klaufarnir.

Þeir áttuðu sig á því korter í kosningar og eru nú að reyna að bjarga því sem bjargað verður.

Ég fékk boð um það í tölvupósti um miðjan dag í dag að taka þátt í kynningu Rásar 1 í vikunni. Var á leið á Húsavík. Fékk símtal upp úr kl. 19:00. Spurður hvort ég gæti ekki komið í upptöku í Efstaleitið. Hefði fengið úthlutaðan tíma kl. 7:00 í fyrramálið – laugardag. Eftir 12 tíma.  Ég varð að segja pass. Verð á Húsavík kl. 7:00 í fyrramálið – laugardag.

OK!   Má þá bjóða þér að viðtalið verði tekið upp gegnum síma?

Já takk – sagði ég.

Stakk reyndar upp á stúdíóinu á Akureyri.  Ekki hægt.

Verð væntanlega með. En gegnum símaviðtal – eins og flestir landsbyggðarframbjóðendurnir. Kom vel á vondann. Vil tryggja áhrif og rétt landsbyggðarinnar í stjórnarskrá – Reykvíkingurinn.

Hvort ætli komi betur út í kynningu – viðtal í stúdíói í Reykjavík fyrir höfuðborgarbúana – eða misjöfn gæði í símaviðtölum fyrir landsbyggðarframbjóðendurna – og mig?

Ég er reyndar sáttur. Vil frekar vera með landsbyggðinni og slæmu skilyrðunum í útsendingunni en með höfuðborgarbúunum sem fá sjálfgjafa forgjöf í boði elsku klaufanna á RÚV!

… og að lokum – mér var bent á að ég ætti að láta auðkennisnúmerið fylgja. Það er 9541!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Sæll Hallur þetta er allt rétt sem þú segir um aulaháttinn hjá RÚV en ég get huggað þig með því að segja þér að það gerir ekkert til þó þú hafir ekki komist í viðtal í stúdíói. það hlustar nákvæmlega enginn á þessi viðtöl.

  • Ekki veit ég hvort „egoisti“ eins og þú átt erindi á Stjórnlagaþing. Ef þú hefðir verið staddur í Reykjavík þennan dag hefði þér eflaust þótt þetta framtak RUV besta mál.
    Hvernig datt þeim í hug að fara í upptökur á ávörpum frambjóðenda og þú staddur norður á Húsavík?
    Engin furða þó þú talir um:
    Elsku klaufarnir á RÚV!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur