Frelsi með félagslegri ábyrgð hefur verið grunnstef í þátttöku minni í þjóðmálaumræðu og störfum mínum í þann rúma aldarfjórðung sem ég hef látið til mín taka á opinberum vettvangi. Ýmsar áherslur hafa þróast og breyst – en grunnstefið er það sama. Frelsi með félagslegri ábyrgð.
Það er þetta grunnstef sem ég vil leggja til þeirrar mikilvægu vinnu sem framundan er á stjórnlagaþingi þjóðarinnar.
Stjórnarskrá Íslands á að byggja á frjálslyndi og umburðarlyndi, tryggja þegnum landsins örugg mannréttindi og beint lýðræði, skilvirka og lýðræðislega stjórnskipun, réttlátt og óháð dómskerfi og að landsmenn njóti allir ávaxtanna af nýtingu náttúruauðlinda landsins.
Stjórnarskrá Íslands á að tryggja landsmönnum frelsi með félagslegri ábyrgð.
Rita ummæli