Miðvikudagur 01.12.2010 - 09:00 - 5 ummæli

Fullveldi Halls Magnússonar

Í dag er 1.desember. Fullveldisdagurinn. Mér þótti við við hæfi að endurheimta pólitískt fullveldi mitt á þeim degi. Eftir aldarfjórðung í Framsóknarflokknum. Meira en helming ævi minnar. Stundum virkur. Stundum ekki.

Ekki það að ég hafi ekki alla tíð fylgt hugsjónum mínum og pólitískum skoðunum mínum af festu. Hef alla tíð sagt það sem mér finnst og gagnrýnt Framsóknarmenn og Framsóknarflokkinn ekki síður en aðra. Og oft fengið bágt fyrir.

Hefði mögulega komið á þing ef ég hefði hagað málflutningi mínu í takt við persónulega hagsmuni. En það er ekki eðli mitt. Ég segi það sem mér finnst. Hvort sem það kemur mér vel eða ekki. Fæ stundum bágt fyrir.

Var embættismaður í 3 ár á Hornfirði og 8 ár í Íbúðalánasjóði.

Það að vera opinber embættismaður fer ekki saman við það að vera virkur í stjórnmálum.

Því lá ég meira og minna í dvala flokkspólitískt út á við í 11 ár af þessum rúmlega 25 árum sem ég var í Framsóknarflokknum. Mætti samt stundum á flokksþing og fundi til að hitta gott fólk. Vini mína.

En ekki sem virkur stjórnmálamaður heldur sem góður vinur og á stundum sérfræðingum í þeim málaflokkum sem ég vann við. Til að skýra út og svara spurningum. Á sama hátt og ég mætti oft á fundi ýmissa félagasamtaka sem sérfræðingur í þeim málaflokkum sem ég starfaði við. Oft hjá VG sem hafa ítrekað leitað til mín á faglegum forsendum. Ekki pólitískum. Þykir vænt um það.

En hin rúmu 14 ár sem ég var virkur flokkspólitísk út á við þá var ég líka virkur. Og harður. Og áberandi. Þess vegna halda sumir að ég hafi aldrei dregið mig í hlé frá stjórnmálum. Sem ég þó gerði í 11 ár á þessum rúma aldarfjórðungi.

Nú er þessu skeiði lífs míns lokið. Nú er ég utan flokka. Óska gamla flokknum mínu alls hins besta. En ég mun áfram segja það sem mér finnst. Hvort sem það kemur mér vel eða ekki.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • >Skiljanleg ákvörðun. Ekki líklegt að leiðin til endurnýjaðra stjórnmála liggi í gegn um gömlu flokkana.
    . . . á sjálfur ennþá erindi við Samfylkinguna, en kannski bara til að segja skilið við flokkinn (ef gamla framlínan vill alls ekki rýma fyrir endurnýjun . . . )
    Kveðja að Norðan
    Bensi

  • Óska þér til hamingju að hafa endurheimt frelsið.

    Óskandi væri að fleiri hugsuðu eins og þú.

    Flokkshyggjan (blind hollusta sem lýsir sér í afneitun) er að leggja þetta land í rúst.

  • Kristinn M Jonsson

    Til hamingju Hallur með endurheimt frelsi og að vera stiginn upp úr flórnum, en það þarf að moka á eftir sig.

    Eins þarf að stofna nýjan frelsis flokk til að moka Alþings-flórinn og lofta út.

    Mæli með að þú notir þenna fyrsta dag frelsis til að dusta rykið af video spólunni með myndinni ANIMAL FARM ef G.O. Það er hollt og gott og þá m.a. fyrir lyktarskinið.

  • Hallur Magnússon

    Kristinn.
    Bókin dugir mér … lesin reglulega!

  • Einar Solheim

    Ég í þónokkur ár hugsað sem svo að Framsóknarflokkurinn geti ekki verið alslæmur fyrst skynsamur maður eins og Hallur Magnússon kýs að vera þar innanbúðar. Ja – nú veit maður ekki lengur!

    Vona að þú hafir þó ekki gefist upp á pólitík þó svo að þú hafir gefist upp á flokknum þínum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur